Fara í efni

Grunnnám málm- og véltæknigreina

Grunnnám málm- og véltæknigreina veitir nemendum undirbúning til áframhaldandi náms í málm- og véltæknigreinum s.s. í stálsmíði, bifvélavirkjun og vélstjórn. Auk kjarnagreina taka nemendur faggreinar s.s. málmsuðu, málmsmíðar, rafmagnsfræði og vélstjórn.

Forkröfur

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Skipulag

Grunnnám málm- og véltæknigreina er eins árs 61 eininga nám og skilar nemendum hæfni á 2. þrepi. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa.

Námsmat

Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.

Reglur um námsframvindu

Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.

Hæfnisviðmið

  • tileinka sér heilbrigðan lífsstíl
  • sýna öðrum virðingu óháð kyni, þjóðerni, aðstæðum og lífsgildum
  • sýna ábyrgð í umgengni um umhverfi sitt og náttúru
  • gæta ávallt fyllsta öryggis við störf sín
  • meðhöndla efni, áhöld og tæki sem notuð eru í málmiðngreinum
  • takast á við áframhaldandi nám í málm- og véltæknigreinum
  • meta öryggi og aðbúnað á vinnustað og beita grunnþáttum skyndihjálpar
  • vera virkur þegn í lýðræðisþjóðfélagi og bera virðingu fyrir ólíkri menningu
  • skilja mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin líkama og heilsu

Kjarni
Námsgrein 1. þrep 2. þrep 3. þrep
Enska ENSK 2LS05 0 5 0
Grunnteikning GRUN 1FF04 2ÚF04 4 4 0
Heilsufræði HEIF 1HN02(AV) 1HN02(AV) 4 0 0
Heilsa, lífsstíll HEIL 1HH02 1HH02(AV) 4 0 0
Hlífðargassuða HLGS 2MT03 0 3 0
Íslenska ÍSLE 2HS05(AV) 0 5 0
Lífsleikni LÍFS 1SN01 1SN02 3 0 0
Logsuða LOGS 1PS03(AV) 3 0 0
Rafmagnsfræði RAMV 1HL05 5 0 0
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01 0 1 0
Smíðar SMÍÐ 1NH05 2NH05 5 5 0
Stærðfræði STÆF 2RH05 0 5 0
Vélstjórn VÉLS 1GV05 5 0 0
Einingafjöldi 61 33 28 0
Getum við bætt efni síðunnar?