Samningsbundið iðnnám - Ekki í boði á komandi önn. Hafið samband við kennslustjóra
Málaraiðn er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, samtals
fjórar annir í skóla og 96 vikna starfsþjálfun. Meginmarkmið með námi í málaraiðn er að nemendur öðlist skilning,
þekkingu og færni til að takast á við alla algenga verkþætti iðngreinarinnar, allt frá mati á ástandi flatar og þar til
æskilegri lokaáferð er náð. Einnig að útfæra ýmsa sérhæfða verkþætti eins og sandspörtlun bygginga,
skrautmálun ýmiss konar, skiltagerð og ýmsar útfærslur á eldra handverki s.s. málun marmara- og viðarlíkinga. Náminu lýkur
með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.
Áfangalýsingar
|