VMA hefur aðgang að skólasamningi ríkisins við Microsoft. Nemendur og starfsmenn geta fengið aðgang að Office leyfum.
Nýjir notendur fá sjálfkrafa Microsoft / Office 365 aðgang þegar þeir velja sér lykilorð. Eldri nemendur og starfsmenn þurfa að virkja aðgangin með því að velja sér nýtt lykilorð eða endursetja núverandi lykilorð. Við mælum með að skipta um lykilorð á 3 mánaða fresti.
1. Skipta um lykilorð
Upplýsingar
Athugið: Að skipta um lykilorð á notandanum þínum hjá VMA hefur áhrif á:
- Innskráningu í tölvur skólans og þráðlaust net.
- Moodle
- Allar Google þjónustur tengdar @vma.is notandanum þínum, þar með talið tölvupóst.
- Allar Microsoft 365 þjónustur tengdar @vma.is notandanum þínum.
Öryggiskröfur lykilorða í VMA
- Lágmark 8 stafir & innihalda stóran staf, lítinn staf og tölustaf.
- Ekki nota tákn eins og (.,-#$%&)
- Ekki nota sér íslenska stafi
- Ekki nota þekkt lykilorð eða lykilorð sem eru notuð í önnur kerfi eins og Facebook eða heimabanka.
- Ekki nota orð sem eru til í orðabók eða símaskránni eins og heimilisfang með götunúmeri. Þar sem slík orð eru oft notuð í tölvu árásum.
Ferli
- Skráðu þig inn á https://i.vma.is/
- Skráðu inn nýtt eða núverandi lykilorð og staðfestu það með því að skrifa lykilorðið aftur í næsta reit
- Smelltu á Staðfesta
Office 365 aðgangur er núna orðin virkur og "Microsoft leyfi" er orðið virkt í vinstri dálk.
2. Virkja niðurhal fyrir uppsetningu á MS Office.
Þetta skref er einungis fyrir nemendur sem þurfa MS Office desktop útgáfu á fartölvu eða heimilistölvu. Ath. að leyfið verður fjarlægt eftir útskrift nemenda. Starfsmenn geta farið beint í lið 3.
Inn á vefnum https://i.vma.is/ þarf að velja "Microsoft leyfi" sem verður sýnilegt í vinstri dálk þegar skipt er um lykilorð
Smella því næst á hlekkinn í eftirfarandi mynd:
Muna svo að skrá sig út.
3. Notkun á MS Office
Til að nota MS Office þarf að skrá sig inn á https://www.office.com/?omkt=is-is
Notið vma netfang og lykilorð við innskráningu.
-----------------------------------------------------
Eftir innskráningu er hægt að velja notkun á helstu forritum Office í vafra umhverfi eins og sjá má í meðfylgjandi mynd (smellið á kassann með punktunum efst í vinstra horni).
Athugið: Ekki er hægt að nota Outlook í vafranum að svo stöddu, unnið er að viðgerð.
Leiðbeiningar um niðurhal MS Office
Ef spurning kemur upp um “Work or Shcool account” eða “Personal account”. Veljið alltaf "Work or School".
Ef notandi fær ekki upp gögn eða forrit sem leitað er að, þá er hugsanlegt að einhver annar Microsoft notandi sé skráður inn. Farið þá á office.com og veljið “Sign out” til að skrá notandann út og skráið ykkur inn aftur. Þetta getur t.d. komið upp og verið ruglandi ef "Personal account" er til á sama netfangi eða með sama fullt nafn.
Ef spurningar vakna hafið samband við hjalp@vma.is eða verkefnastjóra gagnasmiðju í B álmu.