Fara í efni  

Umhverfisstefna

VMA hefur ekki sett sér umhverfisstefnu.  Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri leggur það fyrir stofnanir og fyrirtæki að móta slíka stefnu. Slík umhverfisstefna ætti að segja til um það að stofnunin ætli sér að miða starfsemi sína við það að hún hafi sem minnst óæskileg áhrif á umhverfið og að stefnt sé að því að nota öll tækifæri til að minnka þessi óæskilegu áhrif.  Umhverfisstefnan ætti líka að innihalda eitthvað um að öll kennsla eigi að fela í sér að rækta það með nemendum að við eigum að ganga vel um þær auðlindir sem við eigum og miða að því að skila þeim í sem bestu ásigkomulagi til afkomenda okkar.  Margt annað mætti nefna sem gæti verið að finna í yfirlýsingu VMA um umhverfisstefnu en mikilvægast er þó að sem flestir komi að því að búa þessa yfirlýsingu til.

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00