Jafnréttisáætlun 2019-2022
Jafnréttisfulltrúi skólans (frá haustönn 2022) er Halla Hafbergsdóttir gæða-og verkefnastjóri og er hún með netfangið halla.hafbergsdottir@vma.is
Jafnréttisáætlun VMA byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr. 10/2008 og tekur mið af ákvæðum laga nr. 59/2008 um jafna stöðu fatlaðs fólks. Markmið jafnréttisáætlunarinnar er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum allra sem starfa í skólanum og þar með taldir nemendur. Þannig eiga allir einstaklingar að eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína. Halda skal sem jöfnustu hlutfalli kynjanna í öllu starfi innan skólans. Í stefnumótun og ákvarðanatöku á öllum sviðum skólans skal unnið með kynjasamþættingu í huga. Hvers kyns mismunun sem byggð er á aldri, búsetu, fötlun, kyni, kynhneigð, lífsskoðunum, menningu, stétt, trúarbrögðum eða þjóðerni er óheimil, í hvaða formi sem hún kann að birtast og skal vinna markvisst gegn slíkri mismunun. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki liðin.
Í VMA skal stuðlað að því að hver einstaklingur nýti hæfileika sína og krafta sem best og stefnt er að því að tryggja hverjum og einum starfsskilyrði og viðfangsefni við hæfi. Tryggja skal starfsfólki VMA jafnan rétt og jafna stöðu og stuðla að virkri þátttöku þeirra innan skólasamfélagsins, að starfsfólk sé metið að verðleikum og sýni hverju öðru virðingu í samskiptum sín á milli. Skulu jafnréttissjónarmið ætíð höfð að leiðarljósi við mikilvægar ákvarðanatökur er varða starfsfólk skólans.
Hér koma fram helstu áherslur skólans í jafnréttismálum og hvernig VMA hyggst ná markmiðum sínum. Áætlunin nær annars vegar yfir VMA sem vinnustað og þar með málefni sem varða starfsfólk, en hins vegar fjallar hún um skólann sem menntastofnun og þar með rétt nemenda.
I. Staða og kjör karla og kvenna
Stjórnendur VMA skulu tryggja að hvorugu kyninu sé mismunað við úthlutun verkefna svo og við ákvarðanir á starfsaðstæðum. Innan skólans starfar fólk með mismunandi menntun og reynslu að margvíslegum störfum. Starfsmenn VMA dreifast á all nokkur stéttarfélög og samningsbundin kjör þeirra og starfsaðstæður eru því mismunandi. Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
Framkvæmd: Kjör starfsmanna
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Að konur og karlar fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf (sbr. 19. grein laga nr. 10/2008) |
Gera greiningu á launaröðun starfsmanna Innleiðing á jafnlaunastaðli Leiðrétta launamun ef könnun leiðir það í ljós að um kynbundinn launamun er að ræða. |
Rekstrar- og fjármálastjóri Skólameistari Samstarfsnefndir Skólameistari |
Unnið í kjölfar jafnlaunavottunar haustið 2019. Bregðast skal strax við. |
Jafnræðis skal gætt við úthlutun verkefna, ábyrgðar, framgangs í starfi og tækifæra til yfirvinnu. |
Gera úttekt á yfirvinnu starfsfólks. Greina stöðuna í starfsmannaviðtölum og skoða kynjahlutfall í verkefnum innan skólans s.s. fag- og brautarstjórn. |
Rekstrar- og fjármálastjóri Skólameistari |
Í október annað hvert ár. Síðast gert í september 2017. Endurskoðað í tengslum við innleiðingu jafnlaunavottunar. |
II. Mannauður og endurmenntun
Mikilvægt er að konur og karlar hafi sömu tækifæri í starfi innan skólans. Áhersla er lögð á að jafna hlutfall kynjanna í sambærilegum stöðum, einkum í stjórnunar- og áhrifastöðum eins og jafnréttislög gera ráð fyrir. Við ráðningar skulu jafnréttissjónarmið höfð að leiðarljósi og leitast við að hafa kynjahlutfall starfsfólks sem jafnast þar sem mikilvægt er að konur og karlar séu ámóta sýnileg innan skólans. Í mars annað hvert ár skal reikna út hlutfall kynjanna á hverju sviði og innan hverrar deildar fyrir sig og leitast við að stemma stigu við kynjaslagsíðu, í þeim deildum sem hennar verður vart, við næstu ráðningar. Gæta skal þess að allir starfsmenn hafi jafna möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar, óháð kyni.
Í byrjun ársins 2019 voru 140 starfsmenn við skólann í 127 stöðugildum og er kynjahlutfall allra starfsmanna 54% konur (var 50% 2016) og 46% karlar (var 50% 2016). Kennarar voru flestir í hópi fastra starfsmanna við skólann eða 101, en af þeim voru 47% konur og 53% karlar. Í öðrum störfum (húsumsjón, stuðningsfulltrúar, skrifstofa, bókasafn, nemendaþjónusta) innan skólans voru 72% konur og 28% karlar. Í hópi fag- og brautarstjóra voru kynjahlutföllin 60% konur og 40% karlar. Kynjahlutfall í hópi stjórnenda (sviðsstjórar, áfangastjórar, aðstoðarskólameistari, rekstar- og fjármálastjóri og skólameistari) er 50% konur og karlar 50%.
Kynjahlutfall starfsmanna eftir brautum og deildum vorönn 2019
Starf/deild |
Alls |
KK- fjöldi |
KVK- fjöldi |
KK% |
KVK% |
Annað |
3 |
1 |
2 |
33% |
67% |
Bifvélavirkjun |
1 |
1 |
0 |
100% |
0% |
Bókasafn |
2 |
0 |
2 |
0% |
100% |
Byggingagreinar |
6 |
6 |
0 |
100% |
0% |
Enska |
6 |
3 |
3 |
50% |
50% |
Erlend tungumál |
4 |
1 |
3 |
25% |
75% |
Háriðn |
2 |
0 |
2 |
0% |
100% |
Íslenska |
7 |
1 |
6 |
14% |
86% |
Íþróttabraut |
4 |
3 |
1 |
75% |
25% |
Listnám |
9 |
1 |
8 |
11% |
89% |
Málmiðn |
3 |
3 |
0 |
100% |
0% |
Matvælabraut |
4 |
1 |
3 |
25% |
75% |
Námsráðgjöf |
2 |
0 |
2 |
0% |
100% |
Rafiðn |
9 |
9 |
0 |
100% |
0% |
Raungreinar |
3 |
2 |
1 |
67% |
33% |
Samfélagsgreinar |
5 |
2 |
3 |
40% |
60% |
Sjúkraliðanám |
3 |
0 |
3 |
0% |
100% |
Skrifstofa |
4 |
0 |
4 |
0% |
100% |
Stærðfræði |
7 |
5 |
2 |
71% |
29% |
Starfsbraut |
14 |
4 |
10 |
29% |
71% |
Stjórnandi |
8 |
4 |
4 |
50% |
50% |
Stuðningsfulltrúi |
9 |
3 |
6 |
33% |
67% |
Vélstjórn |
6 |
6 |
0 |
100% |
0% |
Viðskiptagreinar |
5 |
3 |
2 |
60% |
40% |
Þjónustuliði |
11 |
3 |
8 |
27% |
73% |
Stundakennari |
4 |
3 |
1 |
100% |
0% |
Alls |
141 |
65 |
76 |
46% |
54% |
Framkvæmd: Mannauður og endurmenntun
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Laus störf standi öllum til boða óháð kyni og kyngervum, uppruna, fötluðum og ófötluðum. (sbr. 20.gr laga nr. 10/2008; 1.gr lagna nr. 80/2019; 8.gr laga nr.86/2018) |
Í starfsauglýsingum eru störf ókyngreind svo ljóst sé að laus störf standi öllum kynjum til boða og séu hvetjandi fyrir alla. Sæki tveir jafnhæfir einstaklingar um starf við skólann skal velja einstakling af því kyni sem hallar á. |
Skólameistari |
Alltaf þegar auglýst er Alltaf þegar auglýst er |
Kynjahlutfall í starfsmanna- hópnum sé sem jafnast |
Annað hvert ár skal reikna út hlutfall kynjanna á hverju sviði og innan hverrar deildar fyrir sig Hafa í huga kynjahlutföll þegar skipað er í nefndir og ráð innan skólans |
Skólameistari |
Gert vorið 2019, framvegis sbr. jafnlaunavottun. Alltaf þegar við á |
Konur og karlar sem vinna sambærileg störf skulu hafa jafnan aðgang að starfsþjálfun og endurmenntun. |
Öllum er tilkynnt með tölvupósti það sem er í boði og eru hvattir til að sækja um |
Skólameistari og aðrir stjórnendur |
Alltaf þegar við á |
Samþætta jafnréttis- sjónarmið í öllum þáttum kennslu og starfsemi skólans (sbr. 17. og 23. gr. laga nr. 10/2008). |
Fræðsla fyrir kennara um samþættingu jafnréttis- sjónarmiða og kennslu og sköpun námsumhverfis sem stuðlar að samvinnu í fjölbreyttum nemendahópi. Fræðsla fyrir starfsfólk um jafnréttismál sem stuðla að samvinnu í fjölbreyttum starfsmannahópi |
Jafnréttisfulltrúi Skólameistari |
Árleg fræðsla fyrir kennara komið inn á fasta fundi og verkefni. Fræðsla á starfsmannafundum. |
III. Samræming vinnu og fjölskyldulífs
Eitt af því sem skólinn telur mikilvægt að leggja áherslu á er samræming vinnu og fjölskyldulífs starfsmanna og vill skólinn leggja sitt af mörkum í því efni, m.a. með því að hvetja bæði kyn til að nýta sér rétt sinn til fæðinga- og foreldraorlofs og hafa sama sveigjanleika gagnvart konum og körlum varðandi veikindi barna. Skólinn leitast við að vera fjölskylduvænn vinnustaður, enda mikilvægt að bæði karlar og konur njóti sín í starfi við skólann og telur VMA að samræming vinnu og fjölskyldulífs sé mikilvægur liður í jafnrétti kynjanna.
Framkvæmd: Samræming fjölskyldu- og einkalífs við vinnu
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Starfsfólki sé gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu (sbr. 21. grein laga nr. 10/2008). |
Leitast er við að hafa vetrarfrí á haustönn og vorönn í samræmi við vetrarfrí grunnskóla Að fundir séu á dagvinnutíma |
Skólameistari Skólaráð Stjórnendur Kennarafélag |
Við gerð skóladagatals næsta skólaárs Þegar við á |
Fæðingar- og foreldraorlof er nýtt jafnt af konum sem körlum |
Starfsfólk er hvatt til að nýta sér rétt til fæðingar- og foreldraorlofs |
Skólameistari |
Kynnt sérstaklega nýju starfsfólki og verðandi foreldrum |
IV. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti
Vellíðan á vinnustað er mikilvægur þáttur í gæðamarkmiðum skólans og er kynbundið ofbeldi, kynferðisleg eða kynbundin áreitni ekki liðin í VMA. Í skólanum er lögð áhersla á að innan hans ríki gagnkvæm virðing karla og kvenna meðal starfsmanna skólans og nemenda. Í áætlun skólans gegn einelti eru leiðbeiningar um vinnulag í málum er varða kynbundið ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni. Í starfsmannakönnun sem gerð er annað hvert ár skal spyrja hvort starfsmenn hafi orðið fyrir einelti, kynbundnu eða kynferðislegri áreitni eða kynbundnu ofbeldi.
Framkvæmd: Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum (sbr. 22. grein laga nr. 10/2008). |
Markvissar og skilvirkar aðgerðir gegn kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeld (sbr. áætlun sem finna má á heimasíðu skólans: https://www.vma.is/is/skolinn/stefnur-og-starfsaaetlanir/aaetlun-gegn-einelti-starfsmenn ). Afla upplýsinga þar sem starfsfólk er spurt hvort það hafi orðið fyrir áreitni. Starfsmannakönnun/ Stofnun ársins |
Skólameistari Skólameistari Gæðaráð |
Starfsþróunar- eða fræðsludögum annað hvert ár. Fræðsla vor 2019, #metoo. Á hverju ári í gegnum Stofnun ársins eða annað hvert ár með öðrum könnunum. |
Auka fræðslu og upplýsingagjöf um viðbrögð við kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni í VMA (sbr. 22. greina laga nr. 10/2008) |
Verklagsreglur og fagráð um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni gerðar sýnilegar t.d. inná heimasíðu VMA. |
Skólameistari Jafnréttisfulltrúi |
Starfsmannafundir a.m.k einu sinni á skólaári. Fræðsla til nýrra starfsmanna í upphafi starfs. |
V. Staða karla og kvenna í nemendasamfélaginu
Í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 kemur fram að þeim sé ekki einungis ætlað að búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám heldur skuli þeir einnig m.a. leitast við að efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda auk þess að þjálfa þá í jafnrétti og gagnrýnni hugsun. Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi með því að bjóða hverjum nemenda nám við hæfi og samkvæmt kröfum aðalnámsskrár.
Í VMA skal stuðlað að því að hver einstaklingur nýti hæfileika sína og krafta sem best, óháð andlegu og líkamlegu atgervi, kynferði, kynhneigð, litarhætti, þjóðerni, trú, búsetu eða efnahag. Stefnt er að því að tryggja hverjum og einum viðfangsefni og menntun við hæfi.
VI. Nemendur á opinberum vettvangi - kynjahlutfall
Gæta skal þess að nemendur af báðum kynjum komi fram fyrir hönd skólans og einnig skulu nemendur af báðum kynjum sitja í stjórn nemendafélagsins hverju sinni. Í nemendakeppnum á borð við Gettu betur skal hafa keppendur af báðum kynjum í liðinu og viðburðir og félagslíf nemenda skal skipulagt með virðingu og jafnrétti kynjanna í huga.
Á haustönn 2018 voru 898 nemendur í dagskóla VMA, flestir nemendur eru í bóklegu námi til stúdentsprófs eða 446 nemendur. Alls eru 392 í verklegu námi (iðn- og starfsnámsbrautir). Hlutfall kvenna innan nemendahópsins var 37% en karla 63%. Konur eru 12% nemenda í iðn- tækni- og starfsnámi en hlutfall karla er 88%. Á stúdentsprófsbrautum er hlutfall kvenna 53% en karla 47%. Á ákveðnum brautum er hlutfall karla mjög hátt t.d. í málm- og véltæknigreinum á meðan konur eru í meirihluta á öðrum brautum t d. í sjúkraliðanámi og á hársnyrtibraut.
Brautir |
Alls |
Konur |
Karlar |
Konur % |
Karlar % |
Iðn- tækni og starfsnám |
392 |
46 |
346 |
12% |
88% |
Stúdentsprófsnám |
446 |
237 |
209 |
53% |
47% |
Starfsbraut |
55 |
20 |
35 |
36% |
64% |
Brautarbrú |
48 |
13 |
35 |
27% |
73% |
Alls í VMA |
989 |
362 |
627 |
37% |
63% |
*nánar má sjá kynjaskiptingu innan nemendahópsins á heimasíðu skólans.
Framkvæmd: Jafnréttislög / menntun og skólastarf:
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Skólasvæði VMA verði aðgengilegt öllum hópum og kennslurými henti fjölbreyttum hópi nemenda, fjölbreyttu námi og kennslu- aðferðum (sbr. 19. gr. laga nr. 59/1992 og 23. gr. laga nr. 10/2008) |
Unnið verður að úrbótum á aðgengi á skólasvæði í samræmi við aðgengisúttektir. Vinna að úrbótum á búningsklefum fyrir konur í iðnnámi |
Skólameistari Umsjónarmaður fasteigna Jafnréttisfulltrúi |
Gerð áætlun um breytingar á húsnæði á haustönn fyrir næsta ár á eftir. Búningsklefi fyrir konur í byggingagreinum verði tekinn í notkun haustið 2020. |
Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólastarfinu (sbr. 23. grein laga nr. 10/2008). |
Greina skiptingu nemenda á brautir eftir kyni. Brýna fyrir kennurum að gæta hagsmuna allra þjóðfélagshópa og viðhafa fjölbreytta kennsluhætti, þar sem öllum þjóðfélagshópum og fjölskyldugerðum skal gert jafnt undir höfði. Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. Að jafnt hlutfall kynjanna sé í framboði til trúnaðarstarfa í nefndum og ráðum á vegum nemendafélags skólans. Leitast skal við að hafa jafnt hlutfall bóknáms- og verknámsnemenda í framboði til trúnaðarstarfa fyrir nemendur |
Áfangastjórar
Viðburðastjóri Skólameistari Formaður nemendafélagsins. |
Á haustönn á hverju skólaári Á vorönn við undirbúning framboðs til nemenda- félagsins. |
Auka fjölda kynlausra salerna í VMA |
Fjöldi kynlausra salerna aukinn og stefnt er að því að slík salerni verði í flestum álmum. |
Skólameistari Umsjónarmaður fasteigna Jafnréttisfulltrúi |
Gerð áætlun um breytingar á húsnæði á haustönn fyrir næsta ár á eftir. |
VII. Námsráðgjöf og kynning á námi í VMA
Námsframboð skal höfða til beggja kynja og stefnir skólinn að því að auka fjölda kvenna í námi á tæknisviði skólans með markvissum aðgerðum. Þetta verði m.a. gert með því að kynningar á námsleiðum, námsefni og kennslutilhögun séu þannig að þær höfði til beggja kynja. Námsráðgjafar skulu vera meðvitaðir um vægi kynbundinnar félagsmótunar í námsvali nemenda og hvetja nemendur til að íhuga námsleiðir þar sem kynjaslagsíða er mikil. Þá skulu kennarar vera meðvitaðir um misjafnt viðhorf kynjanna til stétta sem oft eru flokkaðar sem karla- eða kvennastéttir og leitast við að leiðrétta ranghugmyndir sem nemendur kunna hafa um einstaka starfsstéttir. Jafnframt skal unnið að því að andrúmsloft, viðhorf til náms og fyrirkomulag kennslu á einstökum brautum fæli hvorki karla né konur frá því að velja þá námsleið sem einstaklingum hugnast.
Við inntöku á brautir eða svið þar sem fjöldi nemenda er takmarkaður skal leitast við að leiðrétta kynjamun reynist umsækjendur jafnhæfir og með sambærilegan bakgrunn.
Framkvæmd: Jafnréttislög / menntun og skólastarf:
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Í námsráðgjöf og starfsfræðslu fái drengir og stúlkur fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf (sbr. 23. gr. laga nr. 10/2008). |
Skipuleggja kynningar á námi í skólanum með kynjahlutföll á námsbrautum í huga. Fræða um fordóma gagnvart ríkjandi viðhorfum um að ákveðin störf séu karla- eða kvennastörf. |
Stjórnendur Námsráðgjafar Fag- og brautarstjórar |
Á öllum kynningum um námsframboð í skólanum. |
Fjölga konum í iðn- og tækninámi með markvissum aðgerðum. |
Kynna nám í iðn- og tæknigreinum innan skólans og í kynningum til grunnskólanemenda með áherslu á að konur geti farið í iðn- og tækninám alveg eins og karlar. Tekið sé vel á móti þeim konum sem koma í iðn- og tækninám við skólann. |
Stjórnendur, Námsráðgjafar Fag- og brautarstjórar Kennarar í iðn- og tækninámi |
Á öllum kynningum um námsframboð í skólanum. Í kennslustundum þar sem konur eru í iðn- og tækninámi. Verkefnið “Rjúfum hefðirnar”; kynning á náminu fyrir stúlkur í 4. bekk og lokaári í leikskóla. |
Fjölga körlum í sjúkraliðanámi og háriðn með markvissum aðgerðum. |
Kynna sjúkraliðanám og nám í háriðn innan skólans og í kynningum til grunnskólanemenda með áherslu á að karlar geti farið í iðn- og tækninám alveg eins og konur. Tekið sé vel á móti þeim körlum sem koma í sjúkraliðanám og nám í háriðn við skólann. |
Stjórnendur, Námsráðgjafar Fag- og brautarstjórar Kennarar í háriðn- og sjúkraliðanámi. |
Á öllum kynningum um námsframboð í skólanum. Í kennslustundum þar sem karlar eru í sjúkraliðanámi og í háriðn. Verkefnið “Rjúfum hefðirnar”; kynning á náminu fyrir drengi í 4. bekk og á lokaári í leikskóla. |
Styðja við konur í iðn- og verknámi og karla í sjúkraliðanámi og háriðn sbr. verkefnið “Rjúfum hefðirnar” |
Halda fundi með nemendum í upphafi haustannar. Einn fundur á vorönn. |
Jafnréttisfulltrúi Verkefnahópur “rjúfum hefðirnar” |
Haustönn og vorönn á hverju skólaári. |
VIII. Kennsla
Í aðalnámsskrá er jafnrétti skilgreint sem einn af sex grunnþáttum menntunar. Markmiðið er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og skal nemendum kennt að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra með umræðum um jafnrétti, fordóma, samskipti, ólíkar þarfir einstaklinganna og fleira. Kennarar skulu leita allra leiða til að efla sjálfsvirðingu og sjálfsvitund nemenda með það að markmiði að styrkja hvern einstakling svo ákvarðanir hans byggi á eigin sannfæringu en ekki viðhorfum hóps eða staðalímyndum. Að sama skapi skulu kennarar leitast við að kenna nemendum að verja sig gegn ráðandi orðræðu um staðalímyndir kynjanna með auknum umræðum og rökræðum um þá skaðsemi sem slíkar skoðanir geta haft í för með sér.
Kennarar skulu tryggja að ólíkum þörfum nemenda sé mætt með notkun á fjölbreyttum kennsluaðferðum og gæta skal þess að nemendum sé ekki ætlaður ákveðinn námsstíll vegna kyns. Þá skulu kennarar vera meðvitaðir um það hvernig þeir tala við nemendur, t.d. hvort kynjunum sé hrósað á sambærilegan hátt og hvort gerðar séu sömu kröfur til kynjanna um hegðun og samskipti á meðan á kennslu stendur. Í þeim námsgreinum sem öðru kyninu gengur almennt betur skal markvisst nota aðferðir og efni til að hvetja alla nemendur til dáða. Í þjónustukönnun, sem framkvæmd er á tveggja ára fresti, skal kanna hvernig nemendum þykir kennarar og starfsfólk standa sig á þessum sviðum og leita leiða til úrbóta reynist þess þörf.
Brottfall úr framhaldsskólum er mikið áhyggjuefni en drengir virðast frekar hverfa frá námi en stúlkur. Þó svo að ástæður brottfalls séu margvíslegar er algengt að drengir hverfi frá námi vegna þess að þeim leiðist námið eða að þeir eigi í peningavandræðum. Því skal leitast við að gera námið áhugavert og eftirsóknarvert fyrir bæði kynin, m.a. með fjölbreyttum kennsluháttum. Jafnframt skal tryggja að nemendur fái fjármálafræðslu, t.a.m. fræðslu um kostnað við bílalán og fleira þar sem drengir fremur er stúlkur taki þessi lán og auki því líkur á brottfalli úr skóla. Brottfall skal mælt og kynjahlutfallið kannað í lok hverrar annar og niðurstöður birtar í gæðaskýrslu annarinnar og þannig fylgst með hvort árangur náist.
Stefnt skal að því að hanna áfanga þar sem jafnrétti og kynjafræði verður sérstaklega tekið fyrir. Við endurskoðun jafnréttisáætlunar verður það kannað í hve mörgum áföngum jafnrétti er tekið fyrir en á haustönn 2011 var enginn áfangi í VMA með orðið jafnrétti í kennsluáætlun sinni.
Á vorönn 2019 er valáfanginn FÉLA3KJ05- kynjafræði í boði fyrir nemendur. Einnig var valáfanginn FÉLA3ML05 – mannréttindi og lýðræði í boði á haustönn 2019. Nýnemar fara allir í áfangann LÍFSN1SN02/LKN1924 - Nýnemafræðsla og lífsleikni 1 en þar er m.a. fjallað um jafnrétti og margbreytileika mannlífsins innan VMA og utan. Nýnemar frá kynningu frá m.a. Hinsegin Norðurland og nemendur sem gera lokaverkefni taka fyrir jafnréttismál í sínum verkefnum.
Framkvæmd: Kennsla og nám
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Nemendur hljóti fræðslu um jafnréttismál þar sem þeir eru undirbúnir undir jafna þátttöku í samfélaginu. |
Að jafnrétti og kynjafræði verði tekin fyrir í áföngum innan skólans ekki bara í sérstökum kynjafræðiáfanga. Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. |
Áfangastjórar Kennarar |
Námsáætlanir skoðaðar með tilliti til þess að orðið jafnrétti komi fyrir og fjöldi áætlana tekinn saman. Gert í október annað hvert ár. |
Að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. |
Að fjallað sé um jafnrétti í lífsleikni hjá nýnemum, í læsisáföngum og/eða sérstökum kynjafræði áföngum. |
Áfangastjórar Kennarar. |
Á hverri önn. |
XI. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni og einelti
Vellíðan nemenda í skólanum er mikilvægur þáttur í gæðamarkmiðum hans og er kynbundið ofbeldi, kynferðisleg eða kynbundin áreitni ekki liðin í VMA. Í skólanum er lögð áhersla á að innan hans ríki gagnkvæm virðing karla og kvenna meðal starfsmanna skólans og nemenda. Í áætlun skólans gegn einelti eru leiðbeiningar um vinnulag í málum er varða kynbundið ofbeldi, kynbundna eða kynferðislega áreitni. Í þjónustukönnun sem gerð er annað hvert ár skal spyrja hvort nemendur hafi orðið fyrir einelti, kynbundnu áreitni, kynferðislegri áreitni eða kynbundnu ofbeldi.
Framkvæmd: Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
Koma í veg fyrir að nemendur verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum og í félagsstarfi á vegum skólans (sbr. grein 22. laga nr. 10/2008). |
Markvissar og skilvirkar aðgerðir gegn kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeld (sbr. áætlun sem finna má á heimasíðu skólans:https://www.vma.is/is/skolinn/stefnur-og-starfsaaetlanir/aaetlun-gegn-einelti-nemendur ). Afla upplýsinga þar sem nemendur eru spurðir hvort þeir hafi orðið fyrir áreitni eða ofbeldi. Þjónustukönnun. |
Skólameistari Kennarar Formaður nemendafélags Viðburðarstjóri Skólameistari Gæðaráð |
Á þemadögum annað hvert ár. Vorönn 2019; verkefnið Sjúk ást. Næst haustönn 2021. Annað hvert ár - var gert vorið 2016 og vorönn 2019. |
X. Eftirfylgni og framkvæmd
Jafnréttisáætlun þessi tók gildi við upphaf skólaárs 2016 og var endurskoðuð á vorönn 2019. Áætlunin skal kynnt sérstaklega fyrir starfsfólki og nemendum skólans og starfsfólki gert að hafa innihald hennar að leiðarljósi í starfi sínu og samskiptum sín á milli sem og við nemendur skólans. Þannig skal leitast við að samþætta áætlunina menningu skólans en skólameistari ber ábyrgð á að áætluninni sé fylgt og skal hún endurskoðuð á minnst þriggja ára fresti samkvæmt 18. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Skólameistari skal minna starfsfólk á inntak áætlunarinnar og benda því á leiðir í átt að frekara jafnrétti innan veggja skólans. Undir lok hvers almanaksárs er staða aðgerða samkvæmt áætluninni metin og gert grein fyrir niðurstöðu á starfsmannafundum og í ársskýrslu skólans.
Telji starfsmaður eða nemandi að jafnrétti sé brotið í VMA skal hann hafa samband við jafnréttisfulltrúa, skólameistara, trúnaðarmenn starfsmanna eða hagsmunaráðsfulltrúa nemenda sem finna skal hverju máli farveg. Við meðferð slíkra mála er sérstaks trúnaðar gætt. Slíkum málum er ekki framhaldið nema með samþykki meints þolanda. Kynbundin eða kynferðisleg áreitni, einelti eða annað ofbeldi varðar áminningu eða brottrekstri úr starfi eða úr skóla. Unnið skal eftir stefnum og viðbragðsáætlunum skólans s.s. áætlun gegn einelti.
Skólameistari skal tryggja að Jafnréttisáætluninni verði framfylgt, og að hún verði uppfærð með tilliti til 18. gr. laga nr. 10/2008.
Jafnréttisáætlun VMA er hluti af skólanámsskrá skólans.
Akureyri 16.10. 2019
Helga Júlíusdóttir, Jafnréttisfulltrúi VMA (skólaárið 2019-2020)
Sigríður Huld Jónsdóttir, Skólameistari VMA