Fara í efni  

Miðannarmat

Á miðri önn meta kennarar í einstökum áföngum nemendur á grundvelli þess hve vel þeir hafa sinnt námi sínu og hvernig þeir standa á miðri önn gagnvart lokamati í áfanganum. Matið er hugsað sem umsögn um ástundun (virkni í tímum, heimavinnu, verkefnaskil, einkunnir á skyndiprófum, mætingu o.þ.h.) en ekki einkunn og á þannig að vera hvatning til nemandans um að halda áfram á réttri braut eða taka sig á.
Í miðannarmati eru notaðar fjórar einkunnir, A, B, C og D. Auk þess á að gefa nemanda umsögn eða skýringu með einkunninni.

A - Afar góð staða

B - Góð staða

C - Sæmileg staða

D - Ófullnægjandi staða

Með miðannarmatinu vill skólinn upplýsa nemendur og forráðamenn á miðri önn um stöðu og gengi í einstökum fögum. Miðannarmat er umsögn kennara á þessum tíma en endanlegur árangur nemenda mun ráðast af því hve vel þeir sinna námi sínu til loka annarinnar. Þannig felast í matinu ábendingar til forráðamanna og nemenda um það hvar vel sé unnið, hvar halda þurfi vel á spilum og hvar nauðsynlegt sé að gera betur ef ekki eigi illa að fara. Miðannarmat er gert hjá öllum nemendum skólans og er niðurstaðan birt í Innu, upplýsingakerfi framhaldsskólanna.

Hér er leiðbeiningar um hvernig nemandi/forráðamaður getur skoðað miðannarmat í Innu

Uppfært 21. febrúar 2019
Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.