Flýtilyklar

Miđannarmat

Á miđri önn meta kennarar í einstökum áföngum nemendur á grundvelli ţess hve vel ţeir hafa sinnt námi sínu og hvernig ţeir standa á miđri önn gagnvart lokamati í áfanganum. Matiđ er hugsađ sem umsögn um ástundun (virkni í tímum, heimavinnu, verkefnaskil, einkunnir á skyndiprófum, mćtingu o.ţ.h.) en ekki einkunn og á ţannig ađ vera hvatning til nemandans um ađ halda áfram á réttri braut eđa taka sig á.
Í miđannarmati eru notađar fjórar einkunnir, A, B, C og D. Auk ţess á ađ gefa nemanda umsögn eđa skýringu međ einkunninni.

A - Afar góđ stađa

B - Góđ stađa

C - Sćmileg stađa

D - Slćm stađa

Međ miđannarmatinu vill skólinn upplýsa nemendur og forráđamenn á miđri önn um stöđu og gengi í einstökum fögum. Miđannarmat er umsögn kennara á ţessum tíma en endanlegur árangur nemenda mun ráđast af ţví hve vel ţeir sinna námi sínu til loka annarinnar. Ţannig felast í matinu ábendingar til forráđamanna og nemenda um ţađ hvar vel sé unniđ, hvar halda ţurfi vel á spilum og hvar nauđsynlegt sé ađ gera betur ef ekki eigi illa ađ fara. Miđannarmat er gert hjá öllum nemendum skólans og er niđurstađan birt í Innu, upplýsingakerfi framhaldsskólanna.

Uppfćrt 1. mars 2017

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301

Kt. 531083-0759

vma[ hjá ]vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00