Fara í efni  

Víđtćk brunaćfing í VMA

Víđtćk brunaćfing í VMA
Bíll Slökkviliđs Akureyrar viđ austurinnganginn.

Ţegar klukkan var fjórtán mínútur gengin í tíu í gćrmorgun var brunakerfi VMA sett í gang og um leiđ voru rćstar nokkrar reykvélar viđ norđurinngang skólans og í rýminu fyrir framan kennslustofuna M 01. Brunaćfing var hafin. Ţegar ćfingin hófst voru sem nćst sex hundruđ nemendur í skólanum auk um fimmtíu starfsmanna. Starfsmenn höfđu sl. föstudag fengiđ upplýsingar um ađ til stćđi ađ ćfingin fćri fram í ţessari viku en ţađ var ekki fyrr en seinnipartinn sl. ţriđjudag sem stađfest var ađ hún yrđi haldin í gćr. Ţeir kennarar sem voru međ nemendahópa í tímum höfđu veriđ upplýstir um ţeirra skyldur viđ rýmingu og ađrir starfsmenn, sem ekki voru ađ kenna á ţessum tíma, voru dreifđir um allan skólann og klćddu sig í gul vesti ţegar brunavarnakerfiđ fór í gang. Ţeirra hlutverk var m.a. ađ fylgjast međ rýmingunni og skrá hjá sér ýmsar athugasemdir, hvađ virkađi og hvađa hnökra ćfingin kynni ađ leiđa í ljós. Áhersla var lögđ á ađ nemendur hefđu fyrirfram ekki vitneskju um hvađ til stćđi ţannig ađ ađstćđur vćru sem raunverulegastar.

Rýming skólahúsa VMA gekk greiđlega og nemendur og kennarar söfnuđust á bílaplön austan og vestan ţeirra. Allir voru komnir út úr húsinu ţegar Slökkviliđ Akureyrar kom á stađinn. Áđur en unnt var ađ hleypa nemendum og starfsfólki aftur inn ţurfti ađ reykrćsta húsin ţví gríđarlegur reykur myndađist, fyrst og fremst í ţeim rýmum ţar sem reykvélarnar voru stađsettar en einnig barst hann m.a. inn í Gryfjuna. Um klukkustund eftir ađ ćfingin hófst má segja ađ reykurinn hafi ađ mestu leyti veriđ á bak og burt og kennsla gat hafist á nýjan leik.

Anna María Jónsdóttir, ađstođarskólameistari VMA, segir ađ svo víđtćk brunaćfing hafi ekki veriđ í VMA síđan í febrúar 2011 og ţví hafi fyrir löngu veriđ tímabćrt ađ ráđast í hana. „Viđ höfum á síđasta ári unniđ ađ ýmsu er lýtur ađ öryggismálum í skólanum, m.a. međ gerđ áhćttumats fyrir skólahúsin. Viđ ákváđum ađ hafa brunaćfinguna í ţessari viku vegna ţess ađ í nćstu viku verđur öryggisvika hér í VMA og í öđrum starfsnámsskólum á landinu. Í öryggisvikunni verđa m.a. flutt frćđsluerindi af ýmsum toga hér í skólanum og einnig verđur á netinu hćgt ađ fylgjast međ erindum um öryggismál í öđrum skólum. Viđ töldum mikilvćgt ađ ljúka brunaćfingunni fyrir ţessa ţemaviku um öryggismál,“ segir Anna María.

„Brunaćfingin hefur veriđ í farvatninu í töluverđan tíma og viđ höfum unniđ náiđ međ Eldvarnaeftirlitinu í ţessum efnum. En lokaundirbúningurinn hefur veriđ síđustu tvo daga. Viđ höfum lagt áherslu á ađ ćfingin vćri eins nálćgt raunveruleikanum og mögulegt er. Starfsmenn fengu ađ vita sl. föstudagskvöld ađ til stćđi ađ halda ćfinguna í ţessari viku en tímasetning hennar var ekki stađfest fyrr en seinnipart ţriđjudags. Ađ beiđni Eldvarnaeftirlitsins fengu nemendur ekki ađ vita af ćfingunni fyrirfram til ţess einmitt ađ hún yrđi sem nćst raunveruleikanum. Almennt held ég ađ ćfingin hafi tekist vel og hún leiddi ýmislegt í ljós sem viđ munum fara yfir og leggja áherslu á ađ fćra til betri vegar. Ćfingin var einnig lćrdómsrík fyrir Slökkviliđ Akureyrar og ađra sem ađ henni komu. Ţađ kom til dćmis í ljós ađ hér innanhúss virkađi fjarskiptabúnađur Slökkviliđsins ekki sem skyldi á milli manna, vaktstjórinn náđi t.d. ekki sambandi viđ reykkafarana sem fóru m.a. upp stigannn upp á listnámsbraut, ţví ţar voru nemendur sem geta ekki fariđ niđur stigann og út úr húsinu til norđurs viđ slíkar ađstćđur. Eina útgönguleiđin fyrir ţá er ađ fara út á ţak skólans. Ţetta sambandsleysi í fjarskiptum var lćrdómsríkt fyrir Slökkviliđiđ en ekki alveg ný tíđindi fyrir okkur sem störfum hér ţví stađreyndin er sú ađ ţađ ţarf ađ vera netpunktur í hverri kennslustofu til ţess ađ netiđ hafi eđlilega virkni.
Viđ erum nú ţegar byrjuđ ađ skođa allar ţćr upplýsingar og athugasemdir sem komu út úr ćfingunni, hún er til ţess ađ lćra af og fćra hlutina til betri vegar ţar sem úrbóta er ţörf.  Skólahús VMA eru margbrotin og flókin. Út af fyrir sig er ekki flókiđ ađ rýma kennslustofur og koma nemendum og kennurum út úr húsi en ţađ eru bara svo ótal mörg önnur rými í skólanum sem ţarf ađ ganga úr skugga um ađ fólk sé ekki inn í ef eitthvađ út af bregđur. Ég nefni í ţví sambandi salerni sem tilheyra álmum ţar sem ekki er dagleg kennsla. Ţađ liggur fyrir ađ Slökkviliđiđ hefur sérstaklega unna rýmingaráćtlun fyrir nokkur hús á Akureyri og slökkviliđsstjóri hefur sagt ađ slíka áćtlun ţurfi einnig ađ gera fyrir VMA. Viđ höfum hér innanhúss veriđ ađ vinna rýmingaráćtlun fyrir skólann og í kjölfar á ţessari brunaćfingu munum viđ leggja lokahönd á hana. Nćstu skref hjá okkur eru ţví ađ vinna úr ţeim upplýsingum sem viđ fengum út úr ćfingunni. Ég vćnti ţess ađ ćfingin hafi leitt í ljós eins vel og mögulegt er hvađ virkađi vel og hvađ ekki,“ segir Anna María.

Frá ţví á síđasta ári hefur María Markúsdóttir starfađ sem verkefnastjóri öryggismála í VMA. Hún vann ađ áhćttumati fyrir skólann síđasta vor og hefur á liđnum vikum og mánuđum m.a. unniđ ađ ýmsu er lýtur ađ brunavörnum. „Ég tók ţátt í ćfingunni og var međan á henni stóđ inn í byggingadeild og fylgdist međ ţar. Ég hafđi ţví ekki sýn yfir hvernig ţetta gekk í heild sinni en verkefni okkar í framhaldinu er ađ fara í gegnum allar ábendingar og athugasemdir í kjölfar ćfingarinnar. Ég hef ţá tilfinningu ađ almennt hafi ćfingin gengiđ ágćtlega og hún hafi leitt í ljós vankanta hér innanhúss og einnig hjá Slökkviliđinu og af öllu ţessu getum viđ lćrt. Eitt af ţví sem ég veit ađ kom í ljós var ađ á einum stađ í skólanum fór reyktjald milli rýma ekki niđur eins og ţađ átti ađ gera og SMS-bođunarkerfiđ hér innanhúss virkađi ekki sem skyldi. Allar ţćr upplýsingar sem viđ höfum fengiđ út úr ţessu nýtast vel í ţeirri rýmingaráćtlun sem veriđ lokiđ viđ í framhaldinu. Ég tel ađ ćfingin hafi veitt okkur ýmsar gagnlegar upplýsingar sem koma ađ góđum notum í framhaldinu,“ segir María.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00