Fara efni  

urfum a auka starfs- og nmsrgjf

urfum a auka starfs- og nmsrgjf
Kristjana Stella Blndal, lektor vi H.

Kristjana Stella Blöndal, lektor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, hefur lengi rannsakað brotthvarf nemenda úr framhaldsskóla og hélt hún erindi um það viðfangsefni í síðustu viku á fundi í VMA þar sem saman voru komnir fulltrúar sex skóla frá jafn mörgum Evrópulöndum sem vinna að verkefninu Completing Secondary Education.

„Ég hef meðal annars verið að skoða hvort mögulega megi rekja brotthvarf nemenda úr framhaldsskóla til einhvers á ferli þeirra í grunnskóla, til dæmis hvort einhverra hluta vegna nemendur hafi ekki fundið sig nógu vel í grunnskólanum. Núna er mikið talað um að nemendur samsami sig skólanum, að hann sé hluti af lífi þeirra. Þrátt fyrir að nemendur séu sterkir námslega og fá góðar einkunnir, eru mörg dæmi þess að þeir hverfi úr skólanum og hafi ekki lokið neinu námi þegar þeir eru komnir á þrítugsaldurinn. Þetta eru nemendur sem, ef svo má komast að orði, eru lítið skuldbundnir skólanum, sjá ekki tilgang með náminu, þeir ná ekki að samsama sig skólanum og sýna neikvæða skólahegðun.
Í umræðunni um brotthvarf er oftast horft bara á nemandann en hann er síður en svo eyland. Það verður að horfa á þetta í miklu stærra samhengi; samskipti nemandans við skólann og fjölskylduna, vinnumarkaðinn og vini.
Og við höfum líka leitast við að svara þeirri spurningu af hverju brotthvarf nemenda úr framhaldsskóla er meira á Íslandi en í flestum öðrum OECD-löndum. Tölurnar hjá okkur eru ekki ósvipaðar og hjá Spánverjum, Portúgölum og Grikkjum en þær eru miklu hærri en í nágrannalöndunum, t.d. Danmörku og Noregi. Ein af ástæðunum fyrir þessu mikla brotthvarfi hér er sögð vera mikill sveigjanleiki íslenska skólakerfisins – þ.e.a.s. að auðvelt sé að skrá sig úr námi og koma inn aftur. Rannsóknir okkar Jóns Torfa Jónassonar út frá gögnum Hagstofunnar leiða í ljós að um 60% framhaldsskólanema eru á framhaldsskólaaldri, frá sextán til tvítugs, en um 40% eru eldri. Síðan skal það haft í huga að í það minnsta fram að efnhagshruni var lítið sem ekkert atvinnuleysi hér á landi og því áttu framhaldsskólanemar og aðrir sem ekki höfðu lokið einhverju námi greiðan aðgang út á vinnumarkaðinn,“ segir Kristjana Stella.

Í hvaða nám ætla nemendur að fara?
Þeir nemendur sem fá ekki nægilega góðar upplýsingar um  námsframboð eru mun líklegri til þess að hverfa frá námi, segir Kristjana Stella.  „Þess vegna hef ég sagt að við verðum að leggja meiri áherslu á náms- og starfsfræðslu til þess að nemendur hafi betri skilning á bæði vinnumarkaðnum og náminu. Við horfum oft til Finnlands í menntunarmálum og þar er náms- og starfsfræðsla hluti af stundatöflu nemenda í grunnskóla. Hér á landi er og hefur lengi verið ákveðinn þrýstingur á að nemendur fari í bóknám til þess að ljúka stúdentsprófi. Í rannsókn á viðhorfum grunnskólanema, við lok náms þeirra í grunnskólanum, höfum við spurt hvort þeim hafi líkað betur við bóklegu eða verklegu greinarnar. Meira en helmingur aðspurðra segist hafa líkað betur við verklegu greinarnar. Engu að síður fer stór hluti þessara sömu nemenda í bóklegt nám í framhaldsskóla. Þetta misræmi gerir það að verkum að brotthvarfshættan verður meiri en ella því nemendurnir eru þá ekki að stunda það nám sem hugur þeirra í raun stendur til.  Ég tel að náms- og starfsráðgjöf þurfi ekki aðeins að vera fyrir nemendur heldur einnig og ekkert síður fyrir foreldra og kennara. Sjálf er ég bóknámskona en ég vissi ekkert um það fjölbreytta og áhugaverða nám sem er t.d. í boði í Tækniskólanum í Reykjavík fyrr en ég fór að fara með hópa nemenda minna úr HÍ þangað í heimsókn. Og þetta á við um miklu fleiri, almennt veit fólk ekki nægilega mikið hversu fjölbreytt nám er í boði. Okkur bráðvantar miðlægt upplýsingakerfi um nám og störf í landinu. Slíkt upplýsingakerfi er til staðar í löndunum í kringum okkur og við þurfum mjög nauðsynlega að fá það líka hér á landi. Það yrði stórt framfaraskref ef fólk – bæði nemendur og foreldrar – gætu gengið að öllum upplýsingum um náms- og starfsframboð á einu vefsetri. Það myndi hjálpa öllum. Þegar nemendur eru að fara úr grunnskóla í framhaldsskóla er ekki rétt að spyrja þá í hvaða skóla þeir ætli að fara, heldur í hvaða nám þeir ætli að fara,“ segir Kristjana Stella Blöndal. 


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.