Fara í efni  

Sjúkraliđar úr VMA ađ ljúka hjúkrunarnámi

Sjúkraliđar úr VMA ađ ljúka hjúkrunarnámi
Guđný L. Jóhannsd. (t.v.) og Harpa K. Sćmundsd.

Sjúkraliđanám er afar góđur grunnur fyrir háskólanám í hjúkrunarfrćđi. Um ţađ eru ţćr sammála, Guđný Lilja Jóhannsdóttir og Harpa Kristín Sćmundsdóttir, sem báđar luku sjúkraliđanámi í VMA og hafa síđan fylgst ađ í námi í hjúkrunarfrćđi í Háskólanum á Akureyri. Ţćr útskrifast sem hjúkrunarfrćđingar í vor.

Guđný, sem er 27 ára gömul, rifjar upp ađ hún hafi lokiđ sjúkraliđanámi frá VMA áriđ 2011. Hún segist ekki hafa veriđ alveg viss hvađa leiđ hún ćtti ađ fara í námi ađ loknum grunnskóla en heilbrigđisvísindi hafi ţó veriđ henni ofarlega í huga. Hún hafi leitt hugann ađ ţví ađ fara á náttúrufrćđibraut en svo hafi fariđ ađ námsráđgjafi í Lundarskóla á Akureyri hafi taliđ hana á ađ innrita sig á sjúkraliđabraut í VMA. "Ég sé ekki eftir ţví ađ hafa fariđ ţessa leiđ í námi. Ég tók sjúkraliđann og lauk jafnframt stúdentsprófi á hálfu fjórđa ári. Ég gerđi síđan hlé á námi og fór ekki í hjúkrunarfrćđi í HA fyrr en áriđ 2014," segir Guđný Lilja.

"Ég var í ţrjú ár í Framhaldsskólanum á Laugum en tók síđasta áriđ til stúdentsprófs fyrir sunnan en kom síđan norđur til Akureyrar. Ég hafđi lengi aliđ međ mér ţann draum ađ verđa hjúkrunarfrćđingur og lét verđa af ţví ađ innrita mig í hjúkrunarfrćđi í Háskólanum á Akureyri áriđ 2010. Ţađ kom ţó fljótlega í ljós ađ ég hafđi ekki nćgilegt sjálfstraust til ţess ađ hella mér út í krefjandi háskólanám og ţví hćtti ég eftir nokkrar vikur. Ef til vill hafđi ţađ sitt ađ segja ađ ég hafđi ekki setiđ á skólabekk í sjö ár, frá 2003 ţegar ég lauk stúdentsprófinu. Ég ákvađ ţá ađ fara í VMA og fór í sjúkraliđanámiđ og lauk ţví. Ég hafđi í raun gefiđ hjúkrunarfrćđina upp á bátinn en María Albína Tryggvadóttir kennari á sjúkraliđabrautinni hvatti mig eindregiđ til ţess ađ reyna aftur viđ hjúkrunarfrćđina og ţađ gerđi ég áriđ 2014 og viđ Guđný Lilja höfum ţví fylgst ađ í gegnum námiđ allan tímann," segir Harpa Kristín en hún er 37 ára gömul.

Guđný Lilja og Harpa Kristín eru á sama máli um ađ sjúkraliđanámiđ sé einstaklega góđur grunnur fyrir nám í hjúkrun, ef fólk á annađ borđ vill fara í frekara nám ađ loknu sjúkraliđanámi. Margt í sjúkraliđanáminu segja ţćr nýtast afar vel í hjúkrunarfrćđinni, bćđi bóklegi hlutinn og ekki síst verklegi hlutinn. Í bóklega hlutanum nefna ţćr sem dćmi ađ áfangar í sjúkraliđanáminu sem Börkur Már Hersteinsson kenndi ţeim á sínum tíma í líffćra- og lífeđlisfrćđi hafi nýst ţeim afar vel í háskólanáminu og ţá sé vert ađ nefna ađ sjúkraliđar standi mörgum hjúkrunarfrćđinemum framar í náminu ţví ţeir hafi ađ baki víđtćka reynslu í umönnun og ađhlynningu fólks, nokkuđ sem ađ sjálfsögđu er stór hluti af starfi hjúkrunarfrćđinga. "Viđ vitum um nokkur dćmi ţess ađ nemendur í hjúkrunarfrćđi hafa hćtt námi eftir ađ hafa fariđ í gegnum fyrsta verklega hlutann. Ţađ er hins vegar ekkert í ţessum verklega hluta sem kemur okkur sjúkraliđunum á óvart. Í sjúkraliđanáminu fengum viđ fína reynslu, hvort sem er í umönnun aldrađra eđa inni á sjúkrastofnunum," segja ţćr og rifja upp ađ í námi sínu í VMA hafi ţćr bćđi fengiđ reynslu í verknámi hér innanlands og einnig erlendis. Ţannig hafi Guđný Lilja fariđ í ţriggja vikna verknám til Randers í Danmörku ţar sem hún vann viđ heimahjúkrun og Harpa Kristín starfađ í ţrjár vikur á endurhćfingadeild í Finnlandi. 

Frá árinu 2008 hefur Guđný Lilja starfađ á dvalarheimilinu Hlíđ á Akureyri og kynnst ţar vel umönnun aldrađra. Ţađ sama á viđ um Hörpu Kristínu sem starfađi í tíu ár á Hlíđ. Fyrstu ţrjú árin í hjúkrunarfrćđináminu starfađi Guđný í hlutastarfi á Hlíđ međ náminu en í vetur hefur hún veriđ í 50% starfi međ skólanum á lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Harpa starfar međ skólanum í 40% starfi á bráđamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri. Í sumar verđa ţćr báđar í fullu starfi á sjúkrahúsinu, Harpa á bráđamóttökunni og Guđný á skurđlćkningadeild.

Óvenju fáir hjúkrunarfrćđinemar útskrifast úr stađnámi í HA í vor eđa sjö. Viđ bćtast nokkrir fjarnemar. En athyglisvert er ađ fjórir af ţessum sjö vćntanlegu hjúkrunarfrćđingum sem ljúka stađnámi í vor eru sjúkraliđar.

Guđný og Harpa eru á einu máli um ađ ţađ hafi veriđ hárrétt ákvörđun hjá ţeim báđum ađ fara ţessa leiđ í námi, ţ.e.a.s ađ fara fyrst í sjúkraliđanám og síđan hjúkrun, enda hafi ţćr nú ţegar öđlast umtalsverđa starfsreynslu sem muni nýtast ţeim afar vel í störfum ţeirra í framtíđinni. "Sjúkraliđanám er mjög góđur grunnur fyrir svo margt, ef fólk kýs ađ halda áfram í námi. Auk hjúkrunarfrćđinnar vil ég t.d. nefna sjúkraflutninga," segir Harpa og Guđný bćtir viđ ađ námiđ sé alhliđa góđur grunnur fyrir alla, fyrir lífiđ sjálft. 

Sem fyrr segir er framundan brautskráning Guđnýjar og Hörpu úr hjúkrunarfrćđi í HA. Ţćr vinna nú saman ađ lokaverkefni ásamt tveimur öđrum nemendum. Raunar eru ţrír af fjórum nemendum í verkefninu útskrifađir sjúkraliđar. Verkefniđ felst í ţví ađ ađ vinna rannsóknaráćtlun um svokallađa hermikennslu - ţar sem sett er upp tilvik ţar sem allir hlutađeigandi heilbrigđisstarfsmenn koma ađ úrlausn og umönnun. Verkefniđ er umfangsmikiđ en afar áhugavert, ađ ţeirra sögn.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00