Fara í efni  

Rýnt í menntunarţörf á Norđurlandi eystra

Í sumarbyrjun kom út skýrsla á vegum Rannsóknamiđstöđvar Háskólans á Akureyri sem ber yfirskriftina Menntunarţörf í Eyjafirđi og í Ţingeyjarsýslum – könnun međal fyrirtćkja og stofnana á starfssvćđi Eyţings. Skýrslan var unnin fyrir styrk frá Sóknaráćtlun Norđurlands eystra í samstarfi viđ Atvinnuţróunarfélag Eyjafjarđar, Atvinnuţróunarfélag Ţingeyinga, SÍMEY og Ţekkingarnet Ţingeyinga. Í skýrslunni er ítarlega fjallađ um fjölbreyttar námsbrautir í VMA.

Markmiđ međ ţessu verkefni var ađ greina menntunarţörf og tćkifćri eftir starfssviđum og greinum á Eyţingssvćđinu. Skođuđ var menntunarţörf út frá áherslum atvinnulífsins og forsvarsmenn fyrirtćkja og stofnana af öllum stćrđum spurđir um ţeirra álit og hverjar ţeir teldu horfurnar vera hjá sínu fyrirtćki/stofnun í nánustu framtíđ.

Samkvćmt niđurstöđum spurningakönnunar sem var gerđ vegna skýrslunnar er töluverđur skortur á mannafla á Eyţingssvćđinu en hćst var hlutfalliđ í Norđur – Ţingeyjarsýslu eđa hjá 67% vinnustađa. Mestur reyndist skortu á starfsfólki vera í starfsemi veitna (86%) og heilbrigđis- og félagsţjónusta (76%).

Fram kemur í skýrslunni ađ fyrirtćkjum í iđnađi hefur gengiđ verst ađ fá starfsfólk međ áskilda menntun og skortur á slíku fólki er áberandi mestur. Ţćr iđngreinar sem oftast voru nefndar eru rafvirkjun, húsasmíđi, bifvélavirkjun og vélvirkjun. Hvađ styttri starfsnám áhrćrir voru oftast nefndir bifreiđastjórar, félagsliđar og fólk međ vinnuvélaréttindi.

Viđmćlendur í könnuninni töldu mikinn skort vera á iđnmenntuđu fólki, t.d. í mannvirkjagerđ og málmiđnađi. Nokkuđ margir sem starfa í ţessum greinum vćru ađ komast á efri ár og ţví vćri endurnýjunarţörfin mikil. Var rćtt um ímyndarvanda greinarinnar og ađ auka ţyrfti vćgi verknáms í grunnskóla.

Ţađ kom skýrt fram ađ mun erfiđara sé ađ finna verknámskennara en bóknámskennara og máliđ sé ţví ađkallandi ef styđja eigi viđ iđnmenntun. Kallađ er eftir kennsluréttindanámi fyrir iđnmeistara svo ţeir geti sótt sér réttindi viđ Háskólann á Akureyri, enda sé ţađ tímafrekt og ţví fylgi  Ţađ sé tímafrekt og ţví fylgi umtalsvert vinnutap ađ ţurfa ađ sćkja námiđ suđur.

Í skýrslunni er ţví velt upp ađ í sumum iđngreinum hafi reynst erfitt ađ komast á samning. Nefnt er í skýrslunni hvort ef til vill sé eđlilegra og heppilegra ađ ţađ sé á ábyrgđ viđkomandi skóla ađ útvega nemendum sínum samningspláss frekar en ađ nemandinn ţurfi ađ gera ţađ sjálfur, enda hafi ţeir mismiklar bjargir til ţess. Ţá kom skýrt fram hjá viđmćlendum í skýrslunni ađ ţeim finnst vanta háskólanám fyrir ţá sem hafa lokiđ iđnnámi, t.d. eins konar tćknifrćđi. Í framtíđarsýn Háskólans á Akureyri kemur ţó fram ađ bođiđ verđi upp á tćkninám áriđ 2023.

Sem fyrr segir kom ţessi skýrsla út í sumarbyrjun, skömmu fyrir sumarleyfistímann og ţví hefur ekki veriđ mikiđ um hana fjallađ fyrr en nú. Skýrslunni var fylgt eftir međ málţingi í Háskólanum á Akureyri 18. september sl. Frummćlendur voru Arnar Ţór Jóhannesson, sérfrćđingur hjá Rannsóknastofnun HA og einn ţriggja höfunda skýrslunnar, Guđrún Hafsteinsdóttir, formađur Samtaka iđnađarins, Eyjólfur Guđmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Baldvin B. Ringsted, sviđsstjóri verk- og fjarnáms í VMA.

Í pallborđsumrćđum ađ loknum framsöguerindum voru Ţóra Pétursdóttir hjá Capacent, Erla Björg Guđmundsdóttir, mannauđsstjóri Norđurorku, Óli Halldórsson, framkvćmdastjóri Ţekkingarseturs Ţingeyinga, Siggeir Stefánsson, framleiđslustjóri Ísfélags Vestmannaeyja á Ţórshöfn og Valgeir B. Magnússon, framkvćmdastjóri SÍMEY.

Í erindi sínu greindi Baldvin B. Ringsted frá ýmsu er lýtur ađ verknáminu í VMA. Hann nefndi ađ ţađ vćri erfitt ađ breyta ţví viđhorfi margra ađ iđnnám vćri blindgata og ţví miđur vćri ţađ svo ađ margir foreldrar beindu nemendum sínum í stúdentspróf, af ţví ađ ţeir ţyrftu ađ taka stúdentspróf, en stađreyndin vćri sú ađ nemendum sem fćru í iđnnám stćđi ekkert síđur til bođa ađ taka stúdentspróf, til dćmis útskrifuđust allir vélstjórar međ stúdentspróf og fjölmargir í iđnnámi, t.d. rafvirkjar, tćkju líka stúdentspróf. Ţessir nemendur hefđu ţá bćđi lokiđ starfsnámi međ starfsréttindum og hefđu ađ auki stúdentspróf - og stćđu ţví vel ađ vígi gagnvart störfum á vinnumarkađi eđa námi á háskólastigi.

Í ţessu sambandi má geta ţess ađ rannsóknir hafa veriđ gerđar á ţví af hverju svo yfirgnćfandi fjöldi íslenskra nemenda fer í bóknám en ekki starfsnám. Í Fréttablađinu sl. föstudag var greint frá doktorsverkefni Heiđar Hrundar Jónsdóttur í félagsfrćđi ţar sem hún rannsakar áhrif foreldra á námsferil framhaldsskólanema. Hún segir vísbendingar um ađ ţrýstingur frá foreldrum verđi til ţess ađ svo margir nemendur fari í bóknám og ţessi mikla áhersla á bóknámiđ sé líklega ein af ástćđum brottfalls margra nemenda úr framhaldsskólum.

Baldvin B. Ringsted nefndi í erindi sínu á ráđstefnunni 18. september sl. ađ nú vćru 587 nemendur af 1228 nemendum í dagskóla og fjarnámi í VMA í iđn- og starfsnámi, ţar međ taldir nemendur í meistaraskólanum. Á bilinu 100-200 nemendur séu útskrifađir á hverju ár af iđn- og starfsnámsbrautum skólans. Balvin varpađi upp glćru međ upplýsingum um útskrifađa nemendur úr VMA sl. tíu ár. Ţar kemur fram ađ sl. áratug hafi skólinn útskrifađ 207 rafvirkja (ţ.m.t. ţeir vélstjórar sem taka viđbótarnám í rafvirkjun), 147 húsasmiđi, 47 stálsmiđi, 88 bifvélavirkja, 27 málara, 27 pípulagningamenn og 39 hársnyrti.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00