Fara í efni

Opnað fyrir seinar umsóknir

Opnað hefur verið fyrir seinar umsóknir. Aðeins er hægt að velja náttúruvísindabraut og fjölgreinabraut, ef verið er að sækja um á öðrum brautum þarf að tilgreina það í athugasemdum, þ.e. ástæðu umsóknar og um hvaða áfanga og braut er verið að sækja um.

Sótt er um undir tenglinum Innritun hér að ofan. Athugið að þar sem skólinn er fullsetinn eru fá laus pláss eftir og því er einungis hægt að sækja um á þessar tvær brautir.

Umsækjendur geta ekki búist við svari um skólavist fyrr en fyrir liggur hverjar hópastærðir í áföngum verða en stefnt er að því að svara öllum umsóknum fyrir skólabyrjun.