Fara í efni  

Níutíu og sex brautskráđust frá VMA

Níutíu og sex brautskráđust frá VMA
Útskriftarhópurinn í dag. Mynd: Hilmar Friđjónsson

Níutíu og sex nemendur brautskráđust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag viđ hátíđlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi. Í ţađ heila tóku ţessir 96 nemendur viđ 108 skírteinum af nítján námsbrautum eđa -leiđum. Í maí sl. brautskráđi skólinn 153 nemendur og ţví er heildarfjöldi brautskráđra nemenda skólans á ţessu ári 249. Flestir ţeir nemendur sem brautskráđust í dag ljúka námi sínu samkvćmt nýrri námsskrá.

Gildi nýrrar námsskrár
Sigríđur Huld Jónsdóttir skólameistari rćddi um innleiđingu nýrrar námsskrár í rćđu sinni í dag. „Međ nýrri námsskrá er nám nemenda ţéttara á hverri önn miđađ viđ eldra kerfi en nokkur umrćđa hefur veriđ um mikiđ álag á framhaldsskólanemendur tengt ţessum breytingum á námsskránni. Krafan á tíma nemenda er mikil og tengist ekki einungis námi ţeirra heldur einnig vinnu međ skóla, tónlistarnámi, íţróttaćfingum eđa ýmsum félagsstörfum. Krafan um tíma nemenda er ekki bara frá skólunum en einhvern veginn telja allt of margir ađ ţađ sé eđlilegt ađ skólinn dragi úr kröfum sínum svo hćgt sé ađ vinna međ námi eđa stunda íţróttir. Ég tel ađ bćđi foreldrar og nemendur verđi ađ hugsa vel um í hvađ tíminn á ađ fara og hvenćr álag er orđiđ of mikiđ. Sé ţađ raunin ţarf einhvers stađar ađ gefa eftir og ţess ţurfti einnig í eldra kerfi. Viđ skulum ekki gleyma ţví ađ í fjögurra ára námi til stúdentsprófs var međalnámstíminn rúmlega fimm ár en ekki fjögur. Ţađ sama verđur í nýju kerfi, međalnámstíminn verđur meira en ţrjú ár. Ţar koma áfangaskólar eins og VMA sterkir inn međ sveigjanleika í námi ţar sem nemendur geta ráđiđ námshrađa sínum sjálfir.

Ég er sannfćrđ um ađ breytingarnar međ nýrri námsskrá eru til góđs fyrir nemendur og nýjar áherslur í námi efla nemendahópinn okkar međ stúdentsprófi sem er góđur undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi. Ţessar breytingar hafa ekki fariđ í gegn án mikillar vinnu innan skólans. Viđ í VMA getum veriđ stolt af ţeirri námsskrárvinnu sem hefur fariđ fram bćđi í iđnnáminu og á stúdentsprófsbrautum enda horft til okkar vinnu í öđrum skólum. Takmark okkar var alltaf ađ hafa áhrif í námsskrárvinnunni, ekki bíđa bara eftir ţví hvađ hinir gera, heldur vera leiđandi og ţađ hefur okkur tekist. Vil ég nota tćkifćriđ og ţakka kennurum og stjórnendum fyrir sitt framlag til ađ gera nám nemenda enn betra međ nýjum áherslum og nálgunum,“ sagđi Sigríđur Huld.

Fullveldisafmćliđ – saga ţjóđar
Skólameistari fjallađi í rćđu sinni um fullveldisafmćliđ og sagđi ađ ţess hafi veriđ minnst á ýmsan hátt í VMA. „Viđ í VMA notuđum ţessa önn til ađ leggja áherslu á fullveldiđ og daginn fyrir vetarfríiđ okkar í október héldum viđ upp á fullveldiđ međ skemmtun í Gryfjunni og hvöttum nemendur og starfsfólk til ađ mćta í íslenskum búningum eđa klćdd í samrćmi viđ tíđarandann fyrir 100 árum. Ţá fléttuđu kennarar fullveldisumrćđu inn í áfanga sína međ fjölbreyttum hćtti. Nemendur á listnámsbraut unnu mörg skemmtileg verkefni sem má á einn eđa annan hátt tengja fullveldi Íslands. Međal annars beindu ţeir sjónum ađ íslenska ţjóđbúningnum og gerđu tillögur um breytingar á honum til ađ laga hann ađ nútímanum. Skjaldarmerki Íslands var endurhannađ og nemendur komu međ  tillögur ađ nýjum ţjóđfána og hönnuđu mynstur međ vísan til íslenskrar ţjóđarsálar. Í áfanga í stjórnmálafrćđi var fullveldiđ skođađ út frá stjórnmálum og stjórnsýslunni en ţar veltu nemendur fyrir sér hvađ fólst í ţví ađ Ísland varđ fullvalda, hvađ breyttist viđ fullveldiđ og hvernig sambandi Íslands og Danmerkur var háttađ til 1918. Nemendur skođuđu hvađ fćlist í ţví ađ verđa fullvalda ţjóđ og hvernig stađa Íslands vćri í alţjóđasamfélaginu og gagnvart alţjóđlegum samningum og skuldbindingum. Eins veltu nemendur vöngum yfir Íslandi og Evrópusambandinu og stöđu landsins gagnvart fullveldinu ef Ísland gengi í ESB. Og ađ lokum skođuđu ţeir efnahagshruniđ fyrir áratug og leituđust viđ ađ svara ţeirri spurningu hvort Ísland hafi mögulega glatađ fullveldi sínu međ ađkomu Alţjóđa gjaldeyrissjóđsins ađ efnahagslegri endurreisn landsins,“ sagđi Sigríđur Huld og lagđi áherslu á mikilvćgi ţess ađ tengja nám í framhaldsskólum viđ sögu ţjóđarinnar og menningu. „Á Íslandi búum viđ viđ ţađ ađ saga okkar sem ţjóđar er skráđ frá upphafi. Ţađ eru ađeins rúmlega 1100 ár síđan fólk fór ađ búa á Íslandi og er ţađ stuttur tími boriđ saman viđ ađrar ţjóđir. Viđ höfum jafnvel nöfn og lýsingar af ţví fólki sem fyrst bjó á ákveđnum svćđum. Um allt land má finna nöfn á bćjum eđa svćđum sem bera nöfn ţeirra einstaklinga sem fyrstir námu land eđa bera enn ţau nöfn sem svćđunum var gefin af ţeim landsnámsmönnum og -konum sem ţar numu land. Ţórunn hyrna og Helgi magri námu land í Eyjafirđi og nefndu ţau bć sinn Kristnes. Dóttir ţeirra, Ţorbjörg hólmasól, fćddist í Ţórunnareyju í Eyjafjarđará. Ţorsteinn Svörfuđur nam land í Svarfađardal, Ţengill mjögsiglandi nam land viđ Ţengilshöfđa viđ Grenivík og ţannig má lengi telja. Eitt af ţví sem hefur veriđ mikilvćgt í ţeim hátíđarhöldum sem hafa veriđ á ţessu ári er ađ tengja okkur í nútímanum viđ samfélagiđ sem var hér fyrir 100 árum ţegar viđ fengum fullveldiđ. Kuldi og frost, léleg húsakynni, fátćkt, eldgos, Spćnska veikin -  allt ţetta var örugglega ađ hafa meiri áhrif á daglegt líf Íslendinga fyrir 100 árum en ákvörđun um fullveldiđ. Ţađ hins vegar hvatti Íslendinga til dáđa ađ verđa aftur sjálfstćđ ţjóđ í eigin landi. Hér voru skáld sem sömdu ćttjarđarljóđ, hvöttu Íslendinga til dáđa annađ hvort međ níđ um danskt yfirvald eđa međ ţví ađ upphefja ţjóđarsálina í gegnum fornar sögur.

Á ţessu ári hef ég oft hugsađ til móđurömmu minnar. Hún var fćdd 5. desember 1918 hér í Eyjafirđi. Hvađa vćntingar höfđu foreldrarnir til hennar og hvađa tćkifćri biđu hennar? Ein hugsunin hjá ţeim var örugglega ţessi; mun dóttir okkar lifa af fyrstu dagana, vikurnar? Amma mín flutti síđar međ föđur sínum og systkinum í Fljótin en ţá hafđi móđir hennar látist af völdum berkla. Sem betur fer voru ađstćđur ömmu ţannig ađ ekki ţurfti ađ skipta upp systkinahópnum eins og oft varđ raunin ţegar börn misstu foreldra sína á ţessum tíma.

En tćkifćri ţeirra sem fćddust í byrjun síđustu aldar voru svolítiđ eins og fullveldiđ sjálft. Tćkifćri voru til stađar en ţađ ţurfti ađ halda vel um ţau til ađ missa ţau ekki frá sér. Fullveldiđ Ísland fékk tćkifćriđ áriđ 1944 ţegar Íslendingar stofnuđu lýđveldiđ - og nokkrum dögum eftir lýđveldisstofnunina fćddi amma mín sitt fyrsta barn sem er móđir mín. Amma mín hafđi ekki tćkifćri til menntunar fyrir utan ţá almennu menntun sem í bođi var á ţessum tíma en áriđ 1946 fór amma suđur til Reykjavíkur til ađ lćra til ljósmóđur. Ţađ vantađi ljósmóđur í hreppinn og amma var í raun send í námiđ af hreppnum. Ţađ hefur örugglega veriđ tćkifćri sem amma ţráđi en kannski ekki alveg besti tímapunkturinn ţar sem hún var nú gift og átti tvćr dćtur. En skyldan og menntunarţráin kallađi og hún fór suđur í eitt ár frá manni og eins og tveggja ára dćtrum. Ţegar amma kom til baka ţekktu dćtur hennar hana ekki og ţađ tók tíma ađ ađlagast ţessari konu aftur. Amma fór á milli bćja í Fljótunum til ađ taka á móti börnum, hvort sem var í hríđarbyl eđa á sólríkum sumarnóttum ţegar kalliđ kom og amma tilbúin ađ fara af stađ. Ađstćđur ţeirra barna sem hún tók á móti voru betri en ţćr sem biđu hennar áriđ 1918. Menntun var orđin meiri og tćkifćri ungs fólks voru önnur og fjölbreyttari. Lýđveldiđ Ísland dafnađi.

En hvers vegna er ég ađ rifja ţetta hér upp? Ég vona ađ ţiđ sem eruđ hér getiđ sett ykkur ađeins í ţau spor sem amma mín og foreldrar hennar voru í fyrir 100 árum. Ekkert rafmagn, enginn sími, engar ţvottavélar, heitt eđa kalt vatn í krana var munađur, stundum ekki til matur, heilbrigđisţjónustan takmörkuđ, 46% ungabarna dóu á fyrsta ári og lífslíkur kvenna var 58 ár. Menntun var takmörkuđ en skólaskylda 10-14 ára barna var sett á áriđ 1908. Ţađ var hćgt ađ fara í Kvennaskólann í Reykjavík, Menntaskólann á Akureyri og Lćrđa skólann í Reykjavík. Nýbúiđ ađ stofna Háskóla Íslands, iđnskóla og landbúnađarskóla ásamt ţví ađ Stýrimannaskólinn og Ljósmćđraskólinn voru teknir til starfa. Námstćkifćrin á ţessum árum voru meiri fyrir karla en konur.“

Tćknibyltingin
Tćkniframfarirnar á síđustu árum og áratugum hafa veriđ gífurlegar, sagđi Sigríđur Huld, og áfram verđa hrađar tćknibreytingar. Í ţví ljósi ţurfi ađ huga vel ađ breyttri menntun og mikil áskorun sé í ţví fólgin ađ halda í viđ breytingarnar inni í framhaldsskólunum. „Viđ vitum ađ ţađ verđa breytingar en viđ vitum ekki alltaf í hverju ţćr verđa fólgnar - en eitt er víst ađ ţćr eru hrađari en viđ eigum ađ venjast og eigum kannski oft erfitt međ ađ fylgja ţeim eftir. Hvađ sem verđur er alltaf í okkar höndum ađ halda í mennskuna í tćkniţróuđu samfélagi. Áhersla skólanna verđa ađ vera meiri í ţá átt ađ halda í tungumál okkar og menningu, efla samkennd og samvinnu, kenna meira um alţjóđlegt samfélag og mismunandi menningarheima, kenna umburđarlyndi og efla jafnrétti í víđum skilningi,“ sagđi Sigríđur Huld. Hún sagđi ađ brottfall í framhaldsskólum og af vinnumarkađi vćri mikiđ áhyggjuefni og rannsóknir bendi til ţess ađ einn af stóru ţáttum sem hćgt sé ađ vinna međ til ađ koma í veg fyrir brottfall sé ađ hafa skýra lýđheilsustefnu međ áherslu á fyrirbyggjandi ađgerđir gegn ţeim ţáttum sem stuđli ađ ţví ađ ungt fólk hverfi frá námi. „Nýlega rćddu Norrćna velferđarnefndin og Norrćna ţekkingar- og menningarnefndin hvernig hćgt vćri ađ takast á viđ brottfalliđ og niđurstađa ţeirra er sú ađ svo ađ takast megi međ árangursríkum hćtti á viđ ţessar áskoranir sé jafnframt mikilvćgt ađ félagsţjónustu- og menntageirar vinni saman og axli sameiginlega ábyrgđ á ţví vandmeđfarna verkefni ađ draga úr brottfalli. Áskorunin er mikil en viđ verđum ađ bregđast viđ ţannig ađ sá árangur sem síđustu 100 ár hafa gefiđ Íslendingum fari ekki til baka. Framhaldsskólar hafa skyldu gagnvart ţví ađ ţjálfa nemendur í lýđrćđislegum vinnubrögđum og ađ kenna ţeim umburđarlyndi gagnvart skođunum annarra. Eins ađ ţeir ţekki réttindi sín en ekki síđur skyldur til samfélagsins. Hluti af samfélagslegri umrćđu er ađ geta sett sig í spor annarra og kunna ađ rćđa og virđa mismunandi skođanir. Ţađ er jafnfram mikilvćgt ađ kenna  ungu fólki ađ standa međ sjálfu sér og ţora ađ hafa skođanir og tjá ţćr. Fjölbreytileikinn er mikilvćgur og viđ verđum ađ undirbúa ungt fólk undir ađ heimurinn er ekki bara svartur eđa hvítur - svona eđa hinsegin eđa ađ allir ţurfi ađ fylgja sama straumnum,“ sagđi skólameistari.

Viđurkenningar

Verđlaun fyrir bestan árangur í samfélagsgreinum, veitt úr Minningarsjóđi Alberts Sölva Karlssonar: Birkir Andri Stefánsson

Verđlaun fyrir bestan árangur á sjúkraliđabraut, gefin af Sjúkrahúsinu á Akureyri: Katla Snorradóttir

Verđlaun fyrir bestan árangur í faggreinum matreiđslu, gefin af Klúbbi matreiđslumeistara á Norđurlandi: Sigurđur Rúnar Guđmundsson

Verđlaun fyrir bestan árangur í ensku, gefin af SBA-Norđurleiđ, og fyrir bestan árangur í íslensku, gefin af Pennanum Eymundsson: Margreti Rún Auđunsdóttur

Verđlaun fyrir bestan árangurí hönnunar- og textílgreinum á listnámsbraut, gefin af  Kvennasambandi Eyjafjarđar: Guđrún B. Eyfjörđ Ásgeirsdóttir og Guđbjörg Helga Ađalsteinsdóttir

Verđlaun fyrir bestan árangur í greinum sem tengjast heilbrigđi og lýđheilsu, gefin af Embćtti landlćknis, í tilefni af ţví ađ VMA tekur ţátt í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli sem er stýrt er af Embćtti landlćknis: Katrín María Árnadóttir

Verđlaun fyrir bestan árangur í rafvirkjun. Viktor Ólason hlaut verđlaun fyrir bestan árangur í rafvirkjun - skólaleiđ, gefin af Ískraft, og Fjóla S. Árnadóttir fyrir bestan árangur í rafvirkjun – meistaraleiđ, gefin af Rönning.

Hvatningarverđlaun VMA, gefin af Gámaţjónustunni, eru veitt nemanda sem hefur veriđ fyrirmynd í námi, sýnt miklar framfarir í námi, starfađ ađ félagsmálum nemenda, haft jákvćđ áhrif á skólasamfélagiđ eđa veriđ sér, nemendum og skólanum til sóma á einhvern hátt: Nanna Soffía Jónsdóttir, sem hefur á námstíma sínum sýnt seiglu, mikinn dugnađ og elju til ađ ná markmiđum sínum ţrátt fyrir veikindi.

Verđlaun fyrir bestan árangur í myndlistargreinum listnámsbrautar, gefin af Slippfélaginu, og verđlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi, gefin af A4: Maríanna Ósk Mikaelsdóttir.

Blómvendir til ţeirra nemenda sem hafa setiđ í stjórn Ţórdunu eđa komiđ međ öđrum hćtti ađ félagslífinu í skólanum: Auđunn Orri Arnarsson,Eygló Ómarsdóttir, Ólöf Inga Birgisdóttir, Einar Örn Gíslason og Haukur Sindri Karlsson


Ávarp brautskráningarnema og tónlistaratriđi
Eygló Ómarsdóttir, nýstúdent af íţrótta- og lýđheilsubraut, flutti ávarp brautskráningarnema.  

Félagar í Leikfélagi VMA flutti atriđi úr söngleiknum Bugsy Malone, sem verđur sýndur í Hofi í febrúar 2019. Einnig söng nýstúdentinn Sunna Björk Ţórđardóttir lagiđ “Á annan stađ” úr leikritinu Í hjarta Hróa hattar. Lagiđ er eftir Sölku Sól, Arnon Stein og Örn Ými en textinn er eftir Sölku Sól.   

 

 

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00