Fara í efni

Leitað eftir nemendum í ráðgjafahóp fyrir Samband íslenskra framhaldsskólanema

Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, er hagsmunasamtök framhaldsskólanema á Íslandi. - English below -
Félagið óskar eftir áhugasömum nemendum í ráðgjafahóp vegna Covid-19.

Hópurinn mun á næstunni hittast einu sinni í viku í gegnum fjarfundabúnað , á miðvikudögum kl.17 og ræða stöðuna í skólasamfélaginu hverju sinni. Lagt er upp með að fundirnir taki að hámarki klukkutíma.
Þátttakendur verða hvattir til að deila því sem þeir telja að betur mætti fara en einnig því sem þeim finnst ganga vel í þeirri von að aðrir skólar geti lært af því.
Umræðuefni geta verið t.d. hvernig gengur í fjarnámi, stuðningur við heimanám, stoðþjónusta í skólum (námsráðgjafi, sálfræðiþjónusta), sóttvarnir og hvað annað sem fulltrúar hópsins telja brýnt að ræða.
Framhaldsskólanemar eru eins ólíkir og þeir eru margir og áskoranirnar ekki alltaf þær sömu og því mikilvægt að ráðgjafahópurinn endurspegli sem fjölbreyttastan hóp nemenda. Niðurstöður fundanna verða teknar saman og kynntar mennta-og menningarmálaráðherra.
Allir nemendur sem stunda nám í framhaldsskóla mega sækja um en nemendur sem tilheyra eftirfarandi hópum eru sérstaklega hvattir til þátttöku.

- Nemendur af erlendum uppruna
- Nemendur með fatlanir (bæði þeir sem stunda nám á starfsbrautum og almennum brautum)
- Nemendum sem stunda nám á landsbyggðinni og þurfa um langan veg að fara til að
sækja skóla
- Nemendum í hefðbundnu bóknámi
- Nemendum í iðn- og verknámi
- Nemendum með námsörðugleika
- Nemendur eldri en tvítugt
- Nýnemar

Skólameistari hvetur nemendur í VMA til að skrá sig í þennan ráðgjafahóp. 


Skráningarfrestur er til og með 15.október. - skráning er hér

Information in English.

The Icelandic Upper Secondary School Studen Union, SÍF, is an interest organisation for all students in Upper Secondary Schools in Iceland (menntaskóli). The organisation is looking for students interested in participating in an advisory group to discuss the matters of students due to Covid-19. The group will meet online once a week, on Wednesdays at 5pm, to discuss the situation in schools on weekly basis. We will aim to have the meetings maximum one hour. Participants will be encouraged to share what they think could be done better as well as what they think is done well in order for other schools to learn from it. Topics can be for example, how is it going in distance learning through internet, support with home work, support service in schools (study counselor, psychologist)infection control or anything else the group thinks is important to discuss.
Students in Upper Secondary Schools are as different as they are many and therefore it's important that the advisory group reflects the diversity. Conclusion of the meetings will be put together and introduced to the Minister of Education. All students in Upper Secondary Schools (framhaldsskóli) can participate but students who belong to following groups are especially encouraged to participate.

- Students with foreign background
- Students with disabilities
- Students who live in the country side and have to drive a long way to attend school
- Students studying for stúdentspróf (book study)
- VET students (vocational education and training ) - such as electrical engineering, hairdresser, paramedic
- Students with learning difficulties
- Students older than 20yrs
- First year students

Registration deadline is until October 15th - Registration is here