Heilsunudd í VMA
Heilsunudd er fjölbreytt og gefandi starf þar sem unnið er með vellíðan og heilsu fólks. Nám í heilsunuddi við VMA er kennt í lotum og hentar því vel fólki sem er í vinnu eða með aðrar skyldur. Um er að ræða fjögurra anna blandað nám, þar sem bæði bókleg og verkleg færni er í fyrirrúmi.
Heilsunuddarar nudda stífa vöðva og veita meðferð vegna heilsubrests í því skyni að stuðla að vellíðan, slökun og heilbrigðum lífsstíl.
Í náminu er mikil áhersla er lögð á heildræna yfirsýn og þá staðreynd að hver skjólstæðingur er einstakur og hefur þörf fyrir einstaklingsmiðaða meðferð.
Að námi loknu öðlast nemendur starfsheitið heilsunuddari og fá starfsmenntaskírteini. Þeir geta starfað sjálfstætt eða innan heilbrigðis- og heilsutengdra stofnana, og hafa jafnframt rétt til að stofna eigin nuddstofu.
Til að hefja nám í verklega hluta námsins þurfa nemendur að hafa náð 18 ára aldri. Miðað er við að nemendur hafa lokið bóklegum greinum áður s.s. líffæra- og lífeðlisfræði, vöðvafræði og sjúkdómafræði auk almennra bóklegra greina.
Sækja um nám í heilsunuddi