Fara í efni  

Hefja nám í pípulögnum

Hefja nám í pípulögnum
Nemendur í pípulögnum ásamt Elíasi kennara.

Núna á vorönn er ađ hefja nám nýr hópur í pípulögnum og kennari faggreina er sem fyrr Elías Örn Óskarsson, pípulagningameistari á Akureyri. Hann segir ánćgjulegt ađ sjá ađ áhugi hafi aftur vaknađ á ţessari iđngrein en fyrir hrun átti hún í vök ađ verjast eins og margar ađrar iđngreinar en hefur síđan veriđ ađ sćkja í sig veđriđ. Síđastliđiđ vor brautskráđist stćrsti hópur pípulagningamanna sem VMA hefur brautskráđ í einu til ţessa – ţrettán – og núna eru skráđir tólf nemendur í námiđ.

Pípulagnir eru grein innan byggingadeildar og til ţess ađ geta innritast í nám í pípulögnum ţurfa nemendur ađ hafa lokiđ grunndeild byggingagreina. Ekki er gerđ krafa um ađ nemendur séu komnir á námssamning ţegar ţeir hefja nám en Elías segir ađ á annarri önn sé gerđ krafa um ţađ. Námiđ er ţrjár annir í skóla og er kennt á vorönn. Ţessi námshópur heldur ţví áfram náminu á vorönn 2021 og lýkur ţví ađ óbreyttu međ sveinsprófi voriđ 2022. Til viđbótar viđ skólatímann kemur áskilinn samningstími hjá meistara. Flestir ţeir nemendur sem eru ađ hefja nám sitt í pípulögnum núna á vorönn eru ţegar komnir á námssamning og hafa unniđ misjafnlega lengi viđ pípulagnir.

Á ţessari fyrstu önn í pípulagnanáminu fer Elías međ nemendum í ýmislegt er lýtur ađ neysluvatni og heitu vatni og einnig lćra nemendur málm- og plastsuđu undir handleiđslu kennara á málmiđnađarbraut. Ţá eru nemendur í teikniáfanga. Ásamt bóklega hlutanum eru nemendur í verklegum áföngum og hefur veriđ unniđ ađ ţví ađ útbúa ađstöđu til verklegrar kennslu í skólanum en áđur ţurfti ađ fara međ nemendur út fyrir veggi skólans í bróđurpart verklegrar kennslu. En eftir sem áđur segir Elías ađ hann fari međ nemendur í ýmsar kynningar út fyrir skólann til ţess ađ ţeir öđlist víđtćka ţekkingu frá ýmsum sjónarhornum. Fyrsta slíka heimsóknin er áćtluđ í Norđurorku.

Elías segir ađ ţó í grunninn hafi pípulagnir ekki breyst í tímans rás hafi orđiđ miklar breytingar varđandi bćđi ţađ efni sem unniđ er međ og tćkjakost. Framţróun á ţessu sviđi hafi létt störf pípulagningamanna mjög mikiđ frá ţví sem áđur var. Elías hefur lengi veriđ í faginu, hann fór á námssamning 1. október 1976 – fyrir hartnćr 44 árum – og varđ meistari í faginu áriđ 1980. Hann segist ţví hafa lifađ tímana tvenna í faginu og á ţessum rösku fjórum áratugum hafi margt breyst. Ţađ er ţví margt og mikiđ sem Elías getur miđlađ til ungra og verđandi pípulagningamanna og segist hann hafa mikla ánćgju af kennslunni.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00