Fara í efni  

Góđur stuđningur viđ rafeindavirkjun í VMA

Góđur stuđningur viđ rafeindavirkjun í VMA
Nemendur međ fulltrúm Tengis og Netkerfa.

Ţađ er gömul saga og ný ađ gott og náiđ samstarf VMA og atvinnulífsins er beggja hagur, enda er skólinn ađ mennta framtíđarstarfsmenn í hinum ólíku greinum atvinnulífsins. Hjá fjarskipta- og ţjónustufyrirtćkjunum Tengi hf og Netkerfum og tölvum ehf á Akureyri starfar fjöldi rafeindavirkja, margir ţeirra hafa lokiđ námi sínu í rafeindavirkjun í VMA. Í gegnum tíđina hefur rafiđnardeild skólans notiđ mikils velvilja ţessara tveggja fyrirtćkja, međ ţví til dćmis ađ taka á móti nemendum í rafeindavirkjun í námskynningar og fyrirtćkin hafa ítrekađ látiđ deildinni í té, án endurgjalds eđa međ ríkulegum afslćtti, tćkjabúnađ og ýmsa hluti sem hún hefur ţurft á ađ halda til kennslu.

Haukur Eiríksson, kennari í rafeindavirkjun, segir ţađ gulls ígildi fyrir deildina ađ njóta velvildar fyrirtćkja eins og Tengis hf og Netkerfa og tölva ehf. Nýveriđ hafi deildin til dćmis fengiđ hjá Netkerfum á góđum kjörum ljósleiđaratengivél, routera og ýmsan annan búnađ sem komi ađ góđum notum og sé í raun nauđsynlegur til ţess ađ gera nemendum kleift ađ kynnast búnađi sem ţeir síđan noti ţegar komiđ sé út á vinnumarkađinn. Ţá nefnir Haukur ađ á ţessari önn hafi allir nemendur á sjöttu önn rafeindavirkjunar veriđ í starfskynningu hjá Tengi hf og fengiđ ţannig ađ kynnast ţeim verkefnum sem fyrirtćkiđ vinni frá degi til dags.

Gunnar Björn Ţórhallsson, framkvćmdastjóri Tengis og Netkerfa og tölva, og Karel Rafnsson, sölustjóri Netkerfa, komu í heimsókn á dögunum í rafeindavirkjunina í VMA og fengu kynningu á náminu. Ţeir segja afar mikilvćgt ađ styđja eins vel viđ námiđ í VMA og ţeim sé mögulegt, enda hafi margir starfsmenn beggja fyrirtćkja lokiđ námi frá VMA. Ţess vegna leitist fyrirtćkin viđ ađ bregđast jákvćtt viđ öllum óskum og beiđnum sem komi frá skólanum í ţví skyni ađ styđja og efla námiđ ţar.

Hjá Tengi og Netkerfum og tölvum starfa samtals um fjörutíu manns. Tengir hf sérhćfir sig í fjarskiptalausnum fyrir heimili og fyrirtćki, ţ.m.t. lagningu ljósleiđara, nettengingar og síma- og sjónvarpsdreifingu. Netkerfi og tölvur ehf sérhćfir sig hins vegar í sölu og ţjónustu á tölvu- og samskiptabúnađi og ráđgjöf á ţví sviđi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00