Fara í efni  

Eitthundrađ nemendur brautskráđir í dag

Eitthundrađ nemendur brautskráđir í dag
Frá brautskráningu VMA í Hofi í dag.

Eitthundrađ nemendur brautskráđust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri viđ hátíđlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í dag. Nemendur brautskráđust af sautján námsleiđum eđa brautum. Síđastliđiđ vor brautskráđust 137 nemendur frá skólanum og ţví hefur VMA brautskráđ samtals 237 nemendur á ţessu ári. Samtals voru prófskírteininin 106 ţví nokkrir nemendur brautskráđust bćđi úr sinni iđngrein og einnig međ stúdentspróf. Meirihluti nemenda sem lauk námi međ formlegum hćtti frá VMA í dag brautskráđist samkvćmt eldri námsskrá. Frá og međ nćsta vori mun ţeim nemendum fjölga verulega sem útskrifast samkvćmt nýrri námsskrá. Raunar brautskráđist fyrsti nemandinn í VMA í dag samkvćmt nýrri námsskrá. Náminu lauk hann á tveimur og hálfu ári.
Brautskráninguna önnuđust Ómar Kristinsson sviđsstjóri stúdentsprófsbrauta og sjúkraliđanáms og Baldvin Ringsted sviđsstjóri verk- og fjarnáms.

Eftirfarandi eru albúm međ myndum sem Hilmar Friđjónsson kennari tók viđ brautskráninguna:

Albúm 1
Albúm 2
Albúm 3
Albúm 4
Albúm 5

Innleiđing á nýjum námsskrám

Sigríđur Huld Jónsdóttir skólameistari sagđi í brautskráningarrćđu sinni ađ skólastarfiđ hafi gengiđ vel núna á haustönn. Hún sagđi ađ innleiđing á nýjum námsskrám vćri nú á lokametrunum en sú vinna hófst fyrir tveimur árum.

„Međ nýrri námsskrá er nám nemenda ţéttara á hverri önn miđađ viđ eldra kerfi en nokkur umrćđa hefur veriđ um mikiđ álag á framhaldsskólanemendur tengt ţessum breytingum á námsskránni. Krafan á tíma nemenda er mikil og tengist ekki einungis námi ţeirra heldur einnig vinnu međ skóla, tónlistarnámi, íţróttaćfingum eđa ýmsum félagsstörfum. Krafan um tíma nemenda er ekki bara frá skólunum en einhvern veginn telja allt of margir ađ eđlilegt sé ađ skólinn dragi úr kröfum sínum svo hćgt sé ađ vinna međ námi eđa stunda íţróttir. Ég tel ađ bćđi foreldrar og nemendur verđi ađ hugsa vel um í hvađ tíminn eigi ađ fara og hvenćr álag sé orđiđ of mikiđ. Sé ţađ raunin ţarf einhvers stađar ađ gefa eftir og ţess ţurfti einnig í eldra kerfi. Viđ skulum ekki gleyma ţví ađ í fjögurra ára námi til stúdentsprófs var međalnámstíminn rúmlega fimm ár en ekki fjögur. Ţađ sama verđur í nýju kerfi, međalnámstíminn verđur meira en ţrjú ár. Ţar koma áfangaskólar sterkir inn međ sveigjanleika í náminu, ţar sem nemendur geta ráđiđ námshrađa sínum sjálfir. Ég er sannfćrđ um ađ breytingarnar međ nýrri námskrá eru til góđs fyrir nemendur  og nýjar áherslur í námi muni efla nemendahópinn okkar međ stúdentsprófi, sem er góđur undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi.“

Félagslífiđ 
Skólameistari sagđi ađ félagslífiđ hafi veriđ hefđbundiđ en öflugt í vetur og sem fyrr vćri skipulag ţess mest í höndum stjórnar nemendafélagsins. Nefndi skólameistari sérstaklega leiksýningu vetrarins, Ávaxtakörfuna, sem verđur frumsýnd í Hofi í febrúar nk. 

„Hér verđur um stórvirki ađ rćđa enda stórt verk sem krefst mikils af leikurum og öllum ţeim sem koma ađ uppsetningunni. Margir koma ađ verki sem ţessu hvort sem ţađ er ađ leika og syngja, hanna og smíđa sviđsmynd, stjórna hljóđi og mynd, hanna og sauma búninga, búa til auglýsingar og markađssetja verkiđ eđa greiđa hár og sminka.
Ađ hafa öflugt og fjölbreytt félagslíf er ekki sjálfgefiđ og ć erfiđara er ađ ná til nemenda ţar sem samkeppnin um tíma ţeirra er mikil eins ég nefndi. Ţađ er hlutverk okkar sem vinnum međ ungu fólki ađ efla ţađ á allan hátt og bjóđa upp á fjölbreyttar leiđir sem gefa nemendum tćkifćri til ađ sýna sína styrkleika m.a. í gegnum nemendafélagiđ. Sem skólameistara finnst mér forréttindi ađ eiga góđ samskipti og samvinnu viđ nemendafélagiđ ţví ţađ er ekki sjálfgefiđ. Ég vil ţakka formanni og stjórn Ţórdunu fyrir vel unnin störf og hlakka til ţeirra stóru viđburđa sem eru á vorönn eins og árshátíđar, ţemaviku og kosninga í nýja stjórn á vordögum.
Félagslífiđ er afar mikilvćgur ţáttur í skólastarfinu og hefur ţátttaka í félagslífi gefiđ mörgum einstaklingum tćkifćri til ađ efla og styrkja sig til framtíđar. En ađ starfa í nemendafélagi er ekki bara söngur, gleđi og gaman, uppfćrslur og árshátíđir. Annađ mikilvćgt hlutverk er ađ efla ábyrgđ og samkennd nemenda međ ţví ađ veita ţeim ábyrgđ og treysta ţeim. Gefa ţeim tćkifćri til ađ vera ţátttakendur í ákvarđanatökum og undirbúa ţá fyrir líf og störf í lýđrćđisţjóđfélagi.“

„Metoo“ – umrćđan
Hávćr umrćđa hefur veriđ í samfélaginu ađ undanförnu um kynbundiđ ofbeldi. Sigríđur Huld sagđi ađ međ umrćđunni vćri ofbeldiđ dregiđ fram í dagsljósiđ og sögur ţeirra kvenna sem hafi stigiđ fram yrđi ađ nýta til ađ breyta viđhorfum í samfélaginu og framkomu ţannig ađ kynbundiđ ofbeldi og áreitni verđi ekki lengur liđiđ. Liđur í ţví sé ađ karlmenn og konur axli ábyrgđ og taki á ţví meini sem kynbundiđ ofbeldi og áreitni sé.

„Umrćđan er farin ađ hafa áhrif,“ sagđi Sigríđur Huld.  „Viđ erum ađ sjá breytingar úti í samfélaginu og hafa m.a. stéttarfélög, sveitarfélög, stjórnmálaflokkar og vinnustađir sent frá sér yfirlýsingar ţar sem harmađ er ađ slíkt ofbeldi hafi fengiđ ađ viđgangast og margir hafa gripiđ til ađgerđa. Ţađ er nefnilega ţannig ađ viđ eigum öll jafna möguleika á ađ njóta ţess sem viđ eigum og höfum í eigin fari og viđ eigum ađ fá sömu tćkifćri til ţroska hćfileika okkar óháđ kyni. Ţađ gerist ekki nema kynbundiđ ofbeldi og áreitni verđi upprćtt.
Ég ćtla ekki ađ reyna ađ halda ţví fram ađ kvenkyns nemendur hafi ekki orđiđ fyrir kynbundnu ofbeldi eđa áreitni innan veggja VMA frá samnemendum, kennurum eđa stjórnendum. Ţví miđur er ţađ ţannig. Kvenkyns nemendur í iđnnámi hafa ţví miđur ekki veriđ margar og of margar af ţessum örfáu hafa hćtt námi í iđngreinum međal annars vegna ţeirra viđhorfa sem hafa mćtt ţeim bćđi innan veggja skólans og á vinnustöđum ţar sem karlamenning ríkir. Ţađ er mikil áskorun fyrir ţessar karllćgu greinar ađ hreinsa sig af, stundum mítum en stundum viđvarandi fordómum út í konur í iđngreinum. 
Eitthvađ í menningu okkar gerir ţađ ađ verkum ađ konur fara síđur í nám í iđngreinum. Ekkert, nákvćmlega ekkert kemur í veg fyrir ađ kona geti veriđ rafvirki, vélstjóri, múrari, bifvélavirki, rafeindavirki eđa vélvirki - ástćđa ţess ađ ţađ eru einungis karlmenn ađ útskrifast úr ţessu greinum hér í dag - eru viđhorf samfélagsins. Ekki frekar en ađ viđ gćtum veriđ ađ útskrifa fleiri karla úr sjúkraliđanámi eđa sem matartćkna - en í dag útskrifum viđ bara konur úr ţví námi. Sama sagan ţar. Ţarna erum viđ ađ glíma viđ viđhorf samfélagsins sem virđast vera ótrúlega rótgróin og vćri verđugt verkefni fyrir framtíđarnemendur ađ breyta.
Á síđasta skólaári var ákveđiđ ađ taka ţátt í verkefni í samstarfi viđ Jafnréttisstofu sem kallast “rjúfum hefđirnar - förum nýjar leiđir”. Markmiđ verkefnisins hafa aldeilis styrkst međ #metoo byltingunni en markmiđiđ er ađ breyta hefđbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvćđum stađalmyndum um hlutverk kvenna og karla. 
Markmiđ okkar í VMA er ađ auka hlutfall karla í háriđn og sjúkraliđanámi og fjölga konum í iđn- og tćkninámi. Verkefniđ blasir viđ okkur hér á sviđinu - hérna vinstra megin viđ mig sitja fremst nemendur í sjúkraliđanámi - hér endurspeglast kynjahlutfalliđ í greininni mjög vel, enginn karlmađur. Ţar fyrir aftan sitja nemendur í iđn- og tćkninámi - flestir eru karlar. Hér hćgra megin viđ mig eru síđan stúdentar en ţar er kynjahlutfalliđ jafnara en 55% stúdenta eru konur.
Verkefniđ heldur áfram á nćsta ári og vonandi náum viđ ađ skilgreina og vinna međ mögulegar ađgerđir til ađ hafa áhrif á kynbundiđ náms- og starfsval nemenda og hafa áhrif á kynskiptan vinnumarkađ. Til ađ verkefniđ gangi eftir ţurfum viđ ađ byrja á ţví ađ horfa inn á viđ, skođa viđhorf okkar sjálfra og gera okkur grein fyrir ţví hvađ ţađ er í námsumhverfinu sem lađar kynin ađ ţessum greinum og hvađ ţađ er sem hindrar stelpur og stráka í ađ velja og vinna í ţessum greinum. 
Ég vil ţakka ţeim konum sem hafa komiđ fram međ sögur sínar í gegnum #metoo byltinguna. Ţađ gefur mér sjálfri kjark og ţor til ađ taka á ţessum málum innan veggja skólans og ţađ gefur konum almennt kjark til ađ hafa hátt og segja ađ ţessi framkoma er ekki í lagi. Ég vona líka ađ umrćđan nái til karla, ađ ţeir láti af kynbundinni áreitni og ofbeldi í orđum og gjörđum og viđ getum öll óháđ kyni unniđ saman ađ ţví ađ gera samfélagiđ okkar ađ stađ ţar sem ríkir jafnrétti og virđing og ađ allir fái ađ njóta ţeirra hćfileika og styrkleika sem ţeir hafa. 
Ţađ er ţess vegna sem er svo mikilvćgt ađ frćđsla um jafnrétti, lýđrćđi, réttindi og skyldur sé hluti af skólastarfi - ekki bara í einhverjum ákveđnum áföngum sem heita kynjafrćđi eđa mannréttindi og lýđrćđi - heldur sé hluti af allri kennslu og menningu innan skólasamfélagsins.“

Fjölbreyttar námsleiđir í VMA
Skólameistari sagđi ađ VMA vildi standa undir ţví ađ skólinn vćri góđur fyrir alla nemendur. Ađ sjálfsögđu sé ćtlast til ađ nemendur leggi sig fram en ekki sé horft til einkunna, stéttar eđa stöđu ţegar nemendur séu teknir inn í skólann. „Viđ viljum geta bođiđ nemendum okkar upp á fjölbreytileika ţví ţađ er ţađ sem bíđur ţeirra í framtíđinni. Fjölbreytileikinn er einmitt ţađ sem margir okkar nemenda nefna sem einn af helstu kostum skólans. Sú hćfni sem nemendur okkar fá til ađ takast á viđ breytingar og kynnast ólíku fólki sem stefnir í fjölbreyttar áttir er veganesti sem styrkir ţá til framtíđar. Ögrunin er hjá ţeim skólum sem taka viđ öllum nemendum óháđ námsgetu og ţađ er jafn mikilvćgt ađ koma ţeim áfram í framhaldsskólanum sem ţurfa lengri tíma til ađ ná sínum námsmarkmiđum eins og ţeim sem gengur alltaf vel ađ ná ţeim.“

Farsćlt samstarf viđ atvinnulífiđ
Sigríđur Huld sagđi fulla ástćđu til ađ nefna ađ samstarf skólans viđ atvinnulífiđ vćri sem fyrr afar gott og fyrir ţađ vildi hún sérstaklega ţakka. „Ţótt ţađ sé ekki annađ en ađ ţakka fyrir ţann mikla hlýhug sem skólinn hefur hjá fyrirtćkjum og samstarfsađilum hér í nćrsamfélaginu. Viđ búum viđ ţađ ađ ađsókn í skólann er mjög góđ og ánćgjulegt ađ hafa náđ ţeim áfanga ađ bjóđa aftur upp á fullnađarnám í matreiđslu eftir áramót. Á vorönn bjóđum viđ einnig upp á nám í pípulögnum sem hefur ekki veriđ í bođi um nokkurt skeiđ. Ţessar svokölluđu fámennu - en afar mikilvćgu - iđngreinar vćru ekki í bođi ef ekki kćmi til samstarf viđ atvinnulífiđ og iđnmeistara á svćđinu. Eitt er víst ađ ţeirra nemenda sem útskrifast úr iđnnámi bíđa atvinnutćkifćrin ađ námi loknu. Skortur á fagmenntuđum iđnađarmönnum - og konum - er viđvarandi og ţví er lag ađ ţiđ sem eigiđ börn, barnabörn, brćđur eđa systur sem eru ađ ákveđa hvađ ţau ćtla ađ gera ađ loknum grunnskóla, ađ horfa til iđnnámsins međ ţeim. Tćkifćrin eru mörg og iđnnám er langt ţví frá sú blindgata sem sumir halda. Grunnurinn er góđur til frekara náms og starfsréttindin eru dýrmćt. Nám stendur alltaf međ manni - sama hvert ţađ leiđir mann í framtíđinni.“

Viđurkenningar 
Sigţór Gunnar Jónsson nýstúdent - verđlaun fyrir bestan árangur í samfélagsgreinum, veitt úr Minningarsjóđi Alberts Sölva Karlssonar. Jafnframt hlaut Sigţór verđlaun fyrir bestan námsárangur í íslensku. Penninn Eymundsson gaf verđlaunin.

Lísa María Ragnarsdóttir sjúkraliđi – verđlaun fyrir bestan árangur á sjúkraliđabraut, gefin af Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Áslaug Sólveig Guđmundsdóttir matartćknir – verđlaun fyrir bestan árangur í faggreinum matartćkna, gefin af Matsmiđjunni.

Yrja Mai Hoang, nýstúdent af náttúrfrćđibraut – verđlaun fyrir bestan árangur í ensku, gefin af SBA-Norđurleiđ.

Axel Frans Gústafsson, nýstúdent af listnámsbraut – verđlaun fyrir bestan árangur af myndlistargreinum listnámsbrautar, gefin af Slippfélaginu.

Viktoría Zamora, nýstúdent af listnámsbraut – verđlaun fyrir bestan árangur í hönnunar- og textílgreinum, gefin af Kvennasambandi Eyjafjarđar.

Sara Rós Guđmundsdóttir, nýstúdent af náttúrufrćđibraut – verđlaun fyrir bestan árangur í efnafrćđi, gefin af Efnafrćđifélagi Íslands

Björn Vilhelm Ólafsson, nýstúdent af náttúrufrćđibraut – bókarverđlaun fyrir bestan árangur í raungreinum og stćrđfrćđi, gefin af Háskólanum í Reykjavík. Jafnframt veitir HR verđlaunahafanum nýnemastyrk og niđurfellingu á skólagjöldum á fyrstu önn kjósi hann ađ hefja nám viđ HR.
Björn Vilhelm fékk jafnframt blómvönd frá skólanum í tilefni ţess ađ vera fyrsti stúdentinn sem útskrifađist samkvćmt nýrri námsskrá viđ skólann.

Sunneva Halldórsdóttir, nýstúdent af náttúrufrćđibraut – hvatningarverđlaun VMA, veitt nemanda sem hefur veriđ fyrirmynd í námi, sýnt miklar framfarir í námi, starfađ ađ félagsmálum nemenda, haft jákvćđ áhrif á skólasamfélagiđ eđa veriđ sér, nemendum og skólanum til sóma á einhvern hátt. 
Sunneva hefur veriđ fyrirmynd annarra í námi og sýnt mikinn dugnađ og elju til ađ ná markmiđum sínum. Međ góđu skipulagi frá ţví í grunnskóla hefur hún stefnt ađ ţví ađ ljúka stúdentsprófi á skemmri tíma en fjörum árum. Sunneva lauk stúdentsprófinu á fimm önnum í stađ átta, međ ţví ađ nýta sér fjarnám og sveigjanleikann í VMA.

Andri Björn Sveinsson – verđlaun fyrir bestan árangur í rafvirkjun, gefin af Rönning.

Jóhannes Sefánsson – verđlaun úr Árnasjóđi fyrir bestan árangur á sveinsprófi í rafeindavirkjun. Jafnframt fékk Jóhannes verđlaun frá Ískraft fyrir bestan árangur í faggreinum í rafeindavirkjun og verđlaun frá A4 fyrir ađ vera dúx skólans.
Árnasjóđur er minningarsjóđur stofnađur af starfsmönnum VMA til minninar um Árna Jóhannsson kennara viđ VMA sem lést langt um aldur fram í lok árs 2014. Hann var rafeindavirki og kennslugreinar hans voru rafiđngreinar og stćrđfrćđi. Samkennarar Árna ákváđu ađ sjóđurinn myndi veita verđlaun til nemanda sem nćđi bestum námsárangri á sveinsprófi í rafeindavirkjun.
Úr Árnasjóđi var í fyrsta skipti úthlutađ í dag. Systkini Árna fćrđu skólanum á árinu minningargjöf sem nýtt var til tćkjakaupa í rafiđn. VMA fćrir fjölskyldu Árna ţakkir fyrir hlýhug til skólans.

Alexander Freyr Simm, Andrea Ósk Margrétardóttir, Einar Örn Gíslason, Sara Rós Guđmundsdóttir  og Victoría Rachel Zamora – blómvendir frá VMA fyrir drjúgan hlut ţeirra ađ félagslífi í skólanum

Jóhannes Stefánsson og Bjarki Guđjónsson, Íslandsmeistarar í rafeindavirkjun -  blómvendir frá VMA fyrir Íslandsmeistaratitilinn

Horfiđ björtum augum til framtíđarinnar!
Í lok rćđu sinnar beindi skólameistari orđum sínum ađ útskriftarnemum og bađ ţá ađ horfa björtum augum til framtíđarinnar. „Veriđ trú landi ykkar og uppruna og fariđ vel međ tungumáliđ okkar. Beriđ virđingu fyrir fjölskyldu ykkar og vinum – og ţví samferđarfólki sem verđur á vegi ykkar í framtíđinni. Fyrst og fremst beriđ virđingu og umhyggju fyrir ykkur sjálfum og ţeim verkefnum sem ţiđ takiđ ađ ykkur í framtíđinni. Ég vona ađ ţiđ eigiđ góđar minningar frá tíma ykkar hér í VMA. Á ţessum svokölluđum framhaldsskólaárum kynnumst viđ oft og tíđum okkar bestu vinum sem viđ eigum ćvilangt ţótt leiđir skilji á vissan hátt nú viđ brautskráningu. Viđhaldiđ vináttunni til hvors annars. Takk fyrir ađ velja VMA sem ykkar skóla, veriđ stolt og til hamingju.“

Ávarp fulltrúa brautskráningarnema og tónlistaratriđi
Sigţór Gunnar Jónsson nýstúdent af íţróttabraut flutti kveđju brautskráningarnema.

Eins og áđur er getiđ verđur Ávaxtakarfan í uppsetningu Leikfélags VMA sýnd í Hofi í febrúar nk. Viđ brautskráninguna í dag voru flutt tvö atriđi úr verkinu og er ekki annađ hćgt ađ segja en ađ ţau hafi gefiđ góđ fyrirheit um ţađ sem koma skal. Miđasala á Ávaxtakörfuna er ţegar hafin á mak.is

Elísa Ýrr Erlendsdóttir, nýstúdent af listnámsbraut söng viđ brautskráninguna lagiđ “Lítill drengur” eftir Magnús Kjartansson og  Villhjálm Vilhjálmsson.  Alexander Smári spilađi undir á píanó. Elísa Ýrr hefur látiđ ađ sér kveđa í söngnum á undanförnum árum. Hún sigrađi Sturtuhausinn – Söngkeppni VMA á vorönn 2016.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00