Fara í efni

Næstsíðasti fundur VET@work

Þátttakendur VET@work í hópastarfi
Þátttakendur VET@work í hópastarfi

Dagana 7. - 10. september var haldinn fjórði fundur í verkefninu  VET@work en fundurinn fór fram í Lelystad í Hollandi. Fulltrúar VMA í verkefninu eru Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir og Harpa Birgisdóttir og áttu þær báðar að sitja fundinn fyrir hönd skólans. Harpa lenti hins vegar í sóttkví tveimur dögum fyrir brottför og þurfti því að sitja fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Viðfangsefni fundarins var að hanna heimasíðu fyrir verkefnið, fara ítarlega yfir með hvaða hætti sé hægt að efla samstarf milli skóla og fyrirtækja og  búa til matstæki fyrir samstarf fyrirtækja og skóla. Þá var einnig farið í heimsókn í fyrirtæki m.a. Batavia shipyard þar sem þátttakendur fengu kynningu á verkefninu Lelytalent og Woonzorg Flevoland sem er þjónustufyrirtæki þar sem lögð er áhersla á að leiða ólíkar kynslóðir saman. Síðasti fundur verkefnisins er svo áætlaður þann 16. – 19. nóvember.