Fara í efni

HRFM2IB05 - Hráefnisfræði í matreiðslu

HRFM

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Námssamningur í matreiðslu.
Lögð er áhersla á móttöku og meðhöndlun á hráefni. Fjallað er um meðferð ferskvatnsfiski, skelfiski og lin- og krabbadýrum. Nemendur læra um sláturafurðir, uppbyggingu vöðva og nýtingu, meyrnun, hlutun og hagnýtingu. Fjallað er um heilbrigðismat og gæðaflokkun kjöts og alifugla ásamt meðferð á villibráð. Nemendi læri um kryddjurtir og grænmeti, kornmeti og algengar tegundir ávaxta, flokkun þeirra, einkenni og notkun. Erlendar sælkeravörur í víðasta skilningi, fjallað er um gæði, notkun, innflutning og reglur sem um það gilda.

Þekkingarviðmið

 • mikilvægi og sérstöðu íslensks hráefnis
 • heilbrigðismati og gæðaflokkun á sláturafurðum
 • meðferð og meðhöndlun á sjávarfangi
 • mismunandi erlendum salt- og ferskvatnsfiski
 • einkenni og notkun á kryddjurtum, grænmeti og ávöxtum
 • íslenskri og erlendri villibráð
 • reglum um móttökueftirlit
 • reglum sem eiga við um gæða- og heilbrigðismat
 • nýtingu á sælakeravörum
 • öllum helstu grunnhráefnaflokkum

Leikniviðmið

 • meðhöndla ólíkt hráefni
 • greina virkni og tilgang grunnhráefna
 • þekktja hlutun og hagnýtingu sláturdýra

Hæfnisviðmið

 • nýta fjölbreyttara grunnhráefni með hagkvæmum hætti
 • draga ályktanir um fjölbreyttari úrlausnir verkefna
 • skapa jákvætt viðhorf og virðingu fyrir Íslensku hráefni
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?