Fara í efni

VMHE3IB08 - Verkleg matreiðsla heitur matur

VMHE

Einingafjöldi: 8
Þrep: 3
Forkröfur: VMAT2IB12, námssamningur í matreiðslu.
Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Þeir vinna verkefni er lúta að framsetningu og hönnun rétta sem byggir á íslenskri og alþjóðlegri matarmenningu. Nemandi vinna jafnframt með nýjar útfærslur við úrvinnslu hráefnis og leita eftir nýrri nálgun á hefðbundnum aðferðum. Unnið er með matseðla fyrir mismunandi markhópa, með gæði og framlegð að leiðarljósi.geti unnið heildstætt að verkefnum í matreiðslu eftir viðurkenndum matreiðsluaðferðum

Þekkingarviðmið

 • almenni og sérhæfðum aðferðum við úrlausnir verkefna
 • íslenskri og alþjóðlegri matarmenningu
 • afgreiðslu mismunandi veitinga
 • hráefnisnýtingu og hagsýni í innkaupum

Leikniviðmið

 • útbúa matseðla og matreiða fyrir mismunandi markhópa.
 • vinna með öðrum að úrlausnum verkefna
 • þróa nýjar nálganir á framsetningu rétta sem byggja á nútíma viðmiðum
 • taka sjálfstæðar ákvarðanir við ólíkar aðstæður

Hæfnisviðmið

 • tileinka sér nýjungar og nýjar útfærslur við úrvinnslu hráefnis
 • geta skipulagt verkferla og verkefnalista og unnið eftir þeim í matreiðslu
 • meta gæðakröfur mismundi hráefna
 • meta kröfur til hreinlætis á vinnustað
 • fyrirbyggja krossmengun
 • þróa eigin hugmyndir í matargerð
 • beita faglegu innsæi og kunnáttu til að meta fyrirfram niðurstöður verkefna.
 • velja hráefni með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum og verðmætasköpun.
 • sýna fram á faglega víðsýni, sköpunarmátt, frumkvæði.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?