Fara í efni

VÉLF4VD05(EV) - Vélfræði 5

Vélfræði - VD

Einingafjöldi: 5
Þrep: 4
Forkröfur: VÉLF3VC04CV
Nemendur öðlast fræðilega sérþekkingu á straumfræðilegum þáttum vélfræðinnar, þ.e. í varmafræði og varmanýtni véla. Þeir öðlast þekkingu á vatnsafls- og gufuvirkjunum og þeim þáttum sem hafa áhrif á falltap í skurðum, göngum og pípum, verða færir um að lýsa orkuflæði og orkuframleiðslu í vatnsafls- og gufuaflsstöðvum. Nemendur gera útreikninga á aflgetu slíkra stöðva miðað við gefnar forsendur.

Þekkingarviðmið

  • þeim þáttum sem stjórna falltapi í skurðum, göngum og pípum.
  • uppbyggingu og starfsemi vatnsafls- og gufuaflsstöðva.
  • grunnuppbyggingu helstu túbínugerða, þ.e. túrbínuhjóls, sogrörs, túrbínuhúss, leiðiskóflna, leiðiskófluhringa, brotlinka, arma o.s.frv.•hvaða gerðir túrbína henti við ákveðin skilyrði.
  • rennslismótstöðu í skurðum, göngum og pípum.
  • þeim lögmálum og reglum sem gilda um fallvatns- og gufuaflsvirkjanir.

Leikniviðmið

  • nota h.s. línurit og framkvæma útreikninga á afli og nýtni eimtúrbínu.
  • reikna út falltöp í skurðum, göngum og pípum.
  • gera straumfræðilega og varmafræðilega útreikninga á vatns- og eimtúrbínum.
  • gera útreikninga á afli og nýtni eimtúrbínu.

Hæfnisviðmið

  • átta sig á hvernig vélbúnaði í vatnsafls- og gufuaflsvirkjunum er stjórnað.
  • leggja mat á hvaða gerðir túrbína henti við ákveðin skilyrði.
  • vinna að mati á mögulegum virkjanakostum út frá gögnum um vatnsmagn og fallhæð og velja túrbínu á grundvelli þeirra niðurstaðna.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?