Fara í efni

RAUN3VE05 - Verklegar æfingar í raunvísindum

Áfanginn felst í upplýsingaröflun, verklegum æfingum og skýrslugerð. Markmið áfangans er að auka sjálfstæði og vandvirkni nemenda í vinnubrögðum. Boðið er upp á fjölbreyttar verklegar æfingar sem nemendur geta að hluta til valið sjálfir. T.d. verður boðið upp á frumuskoðun, ræktun baktería, gramlitun baktería, krufningar, efnagreiningu, sápun (heimatilbúnar sápur úr efnum og ilmum) og ýmsar eðlisfræðilegar tilraunir s.s. rannsóknir á geislavirkni efna, tilraunir með ljós og linsur og tilraunir í rafmagnsfræði. Áfanginn er góður undirbúningur fyrir frekara nám í raungreinum á háskólastigi.
Forkröfur: LÍFF2LK05, LÍFF3SE05, EFNA2ME05, EFNA2EL05 og EÐLI2AO05.
Námsefni: Gögn frá kennara 
Námsmat: Ástundun og skýrslur. 

Getum við bætt efni síðunnar?