Fara í efni

ÍSLE3NN05-NÝR - Sagnir fyrr og nú: Goðafræði og þjóðsögur

Í þessum áfanga verður fjallað um norræna goðafræði og þær heimildir sem við höfum um hinn forna átrúnað. Farið í munnlega geymd og kenningar þjóðsagnafræða. Textar af ýmsum gerðum lesnir, greindir og tengdir við það umhverfi sem þeir spretta úr og áhrif þeirra á aðra texta rædd. Jafnframt verða skoðuð ýmis nútímaverk sem sækja efnivið sinn í eða spretta úr menningararfinum. Nemendur verða þjálfaðir í notkun bókmenntahugtaka og heimildavinnu, auk þess sem þeir kynna sér fræðilegar greinar sem tengjast efninu. Áhersla lögð á fjölbreytt og skapandi verkefni sem reyna á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og mismunandi hæfni nemenda, auka víðsýni og gagnrýna hugsun. Nemendur vinna ýmist hver fyrir sig eða með öðrum.

Hlekkur á áfangalýsingu á namskra.is

Getum við bætt efni síðunnar?