Fara í efni

ÍSLE3BL05 - Nútímabókmenntir

Í áfanganum er fjallað um íslenskar bókmenntir og bókmenntasögu frá því um 1900 til 21. aldar og tengsl þeirra við samtíma sinn hérlendis sem erlendis. Stuttlega er farið yfir bókmenntir fyrri alda, en megináherslan verður lögð á bókmenntir og bókmenntasögu 20. og 21. aldar, nýja strauma og stefnur og ólíkar birtingarmyndir bókmenntanna. Unnin verða ýmis konar valverkefni þar sem lögð verður rík áhersla á fjölbreyttar vinnuaðferðir, sjálfstæð vinnubrögð, skilvirka þekkingarleit, kunnáttu í meðferð og frágangi heimilda og skapandi hugsun og frumkvæði við úrvinnslu og skilaform verkefna.

Getum við bætt efni síðunnar?