Fara í efni

ÍSLE2HS05 - Ritun og málnotkun

Í þessum áfanga verður fjallað um upphaf íslenskrar ritmenningar, rætur íslensku og farið yfir norræna goðafræði með hliðsjón af helstu heimildum norrænna manna um efnið. Unnið verður með grundvallarhugtök ritunar og málnotkunar. Undir það falla t.d. grunnhugtök í málfræði, setningafræði og stafsetningu og mismunandi málsnið og stílbrögð í tengslum við ritun. Þá verður farið í meðferð og notkun hjálpargagna og heimilda í tengslum við ritgerðarsmíð. Nemendur vinna og kynna munnlega eigin verkefni, hver fyrir sig og/eða með öðrum. Áhersla á fjölbreytt verkefni sem reyna á sjálfstæð vinnubrögð og mismunandi hæfni nemenda, auka víðsýni og gagnrýna hugsun.

hlekkur á áfangalýsingu á namskra.is

Getum við bætt efni síðunnar?