HÖTE3VE05 - Vefnaður
							Undanfari : HÖTE2ET10
						
																
							Í boði
							: Haust
						
																															Lýsing
Í áfanganum lærir nemandinn enn frekar um menningarlegt gildi vefnaðar fyrr og nú og mikilvægi lita- og efnisvals í hönnun fyrir vefnað. Hann kynnist hinum ýmsu bókmenntum, blöðum og forritum fyrir vefnað og hönnun á efnum. Nemandinn hannar og vefur sinn eigin nytjahlut/hluti. Áhersla er lögð á að nemandinn auki þekkingu sína og skilning á frumbindingunum þrem. Nemandinn byrjar að tileinka sér gildi mismunandi uppistöðu og ívafs í mismunandi vefnaðaraðferðum. Lögð er áhersla á að hann tileinki sér útreikninga og vinni bindifræðimunstur fyrir vefnað með hjálp bindifræðiforrits og auki þannig þekkingu sína og skilning á bindifræði.
					Einingar: 5