Fara í efni

FÖRÐ1FU02 - Undirstöðuatriði í förðun

Í áfanganum kynnast nemendur helstu undirstöðuatriðum í förðun, verklagi, vinnustöðu, áhöldum og vörum. Nemendur læra uppsetningu, undurbúning og frágang á vinnuaðstöðu með sérstakri áherslu á hreinlæti og sóttvarnir. Fjallað verður um mismunandi húðgerðir, húðhreinsun og forsendur og undirbúning fyrir fallega dag- og kvöldförðun. Nemendur fá verklega þjálfun í förðun og fá æfingu í að gera verklýsingu fyrir förðun.

Getum við bætt efni síðunnar?