Fara í efni

FÉLA3KJ05 - Kynjafræði

Í áfanganum er fjallað um sögu jafnréttisbaráttu á Íslandi og stöðu jafnréttismála í dag; karl– og kvenmennsku, fjölmiðla, klámvæðingu, kynbundið ofbeldi, stjórnmál og margt fleira. Ýmsar birtingarmyndir kynjakerfisins skoðaðar og greindar. Lögð er áhersla á umræður og lýðræðislega nálgun í kennslunni, nemendur eru hvattir til að temja sér gagnrýna hugsun, vera virkir og hafa áhrif á efnisþætti áfangans. Áfanginn byggir á virkni og þátttöku nemenda þar sem reynir á sjálfskoðun, greiningu á umhverfi sínu og umræðum um eigin viðhorf og annarra.

Getum við bætt efni síðunnar?