ENSK3TB05 - Fantasíubókmenntir og Tolkien
							Undanfari : ENSK2RM05
						
																
							Í boði
							: Ekki alltaf
						
																															Lýsing
Áfanginn byggist á umfjöllun um fantasíubókmenntir, þróun þeirra og bakgrunn. Í áfanganum er lögð áhersla á þemavinnu sem tengist bókmenntum og bókmenntasögu. Unnið er útfrá verkum Tolkien og horft til þeirra verka sem hann byggði sinn sagnaheim á. Helstu einkenni fantasíubókmennta eru kynnt í gegnum skáldverk Tolkien auk þess sem tæpt er á ýmsum tímabilum bókmenntasögunnar eftir því sem þau tengjast viðfangsefni áfangans. Þá er einnig litið til hugmynda um uppbyggingu skáldverka og bókmenntahugtaka þeim tengdum. Áhersla er lögð á ritun í tengslum við bókmenntaumfjöllun, þar sem nemandinn leitar heimilda sem tengjast ólíkum tímabilum og nýtir í umfjöllun sinni. Einnig er leitast við að nemandinn tjái sig um verkin munnlega og á skapandi máta.
					Einingar: 5