Fara í efni

ENSK2LS05 - Lestur til skilnings

Í áfanganum er lögð áhersla á tjáningu, lestur texta, ritun og undirstöðuatriði enskrar málfræði með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Einnig er hugtakið menningarlæsi kynnt með umburðarlyndi gagnvart öðrum menningarheimum í huga. Lesnir verða valdir rauntextar, auk þess sem nemandinn les valin skáldverk. Skriflegi þátturinn er þjálfaður með fjölbreyttum æfingum með sérstaka áherslu á formlega ritgerðarsmíð þar sem unnið er með upplýsingar sem nemendur afla sér, t.d. á Internetinu. Nemandinn á að tileinka sér munnlega tjáningu á ensku og er honum leiðbeint í kennslustundum þar sem öll tjáskipti fara fram á ensku.

Getum við bætt efni síðunnar?