Fara í efni

AVVI1VB05 - Tilgangur og virkni vélarhluta brunahreyfla

Fjallað er um helstu vélarhluta brunahreyfla, tilgang þeirra og virkni. Helstu kerfi tengd brunahreyflum eins og eldsneytiskerfi, kælikerfi, smurolíukerfi, rafkerfi og rafgeyma eru kynnt og fá nemendur tækifæri til þess að vinna við þá hreyfla sem fjallað er um. Nemendur kynnast aðferðum til að meta afköst og nýtingu aflvéla og þekkja forsendur fyrir góðri endingu þeirra. Nemendur öðlast yfirsýn yfir búnað til að færa afl frá hreyflum, s.s. gírkassa, gíra, drif og stýrisvélar. Kennslan er einstaklingsmiðuð og eru öryggismál veigamikill þáttur námsins.

Getum við bætt efni síðunnar?