Fara efni  

Lokamarkmi nms

Samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla þarf nemandi að loknu námi að búa yfir þekkingu, leikni og hæfni. Nemandi þarf að vita hvernig hann á að beita þessum þáttum til að hafa áhrif á umhverfi sitt og afla sér þekkingar, greina hana og miðla.
Í ljósi grunnþáttanna og þeirra krafna um lykilhæfni sem gerðar eru til nemenda að loknu námi í framhaldsskóla eru markmið náms við VMA þau að nemendur:

 • séu vel undirbúnir fyrir frekara nám og störf
 • taki ábyrga afstöðu til eigin velferðar og heilbrigðis
 • séu meðvitaðir um gildi reglulegrar hreyfingar
 • séu meðvitaðir um mikilvægi fjölbreyttrar og næringarríkrar fæðu
 • sýni frumkvæði og skapandi hugsun
 • geti miðlað hæfni sinni á skapandi hátt
 • geti notið lista, menningar og skapandi starfs
 • virði jafnrétti í samskiptum
 • séu meðvitaðir og gagnrýnir á áhrif fyrirmynda og staðalmynda á eigin ímynd og lífsstíl
 • beri virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra
 • búi yfir jákvæðri og uppbyggilegri félags- og samskiptahæfni
 • séu virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi
 • séu meðvitaðir um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og geti tekið afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra
 • skilji hvernig vistkerfi jarðar setur manninum takmarkanir
 • geti á gagnrýninn hátt metið gildi upplýsinga um umhverfi og náttúru
 • séu virkir og ábyrgir borgarar í umhverfi sínu og náttúru
 • þekki, skilji og virði umhverfi sitt og náttúru
 • geti tjáð sig í ræðu og riti, útskýrt og rökstutt á skýran hátt
 • geti nýtt sér margvíslega tækni í þekkingarleit
 • geti aflað gagna, flokkað og nýtt sér upplýsingar á gagnrýninn hátt
30. september 2014.
Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.