Fara í efni

Sérhæft nám til undirbúnings fyrir störf í matvöruverslunum

Um er að ræða þriggja anna nám sem ætlað er að mennta starfsfólk í matvöruverslunum þannig að það sé fært um að veita viðskiptavinum upplýsingar um þær matvörur sem verslunin selur. Nemandinn á að vera fær um að veita faglega og rétta þjónustu við afgreiðslu og meðferð matvæla. Námið skiftist í tvær bók- og verklegar annir í skóla og starfsnám í önn á viðurkenndum verknámsstað.

Forkröfur

Grunnskólapróf

Skipulag

Lögð er sérstök áhersla á að nemendur öðlist alhliða þekkingu og leikni í meðhöndlun ferskra og frosinna matvæla í verslunum og geti starfað á grundvelli gildandi reglugerðaþar að lútandi. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér viðeigandi framkomu og tjáningu.

Námsmat

Námsmat er þríþætt, hefðbundin bókleg próf, verklegar æfingar og próf í skóla og að lokum umsögn og einkunnagjöf að loknu vinnustaðanámi (krafa um þekkingaratriði er tilgreind í námssamningi).

Hæfnisviðmið

 • vinna eftir nýju matvælalöggjöfinni, 852 og einnig að hluta 853.
 • vinna eftir gildandi kröfum matvælalöggjafarinnar um móttöku hráefnis og geymsluaðferðir.
 • vinna eftir gildandi kröfum matvælalöggjafarinnar varðandi, kjöt, fisk, ávexti, grænmeti, brauð eða önnur matvæli.
 • vinna eftir HACCP með áherslu á krossmengun, aðskilnað hráefnis, meðhöndlun, eldun og eða næga kælingu.
 • vinna af fagmennsku við framleiðslu og framreiðslu á matvælum.
 • vinna af fagmennsku við sölu matvæla úr verslunum.
 • vinna störf sín með áherslu á hreinlætis og örverufræði.
 • vinna störf sín með þekkingu á kryddum og marineringum og meðhöndlun þeirra.
 • vinna störf sín með þekkingu á útreikning næringargildis matvæla.
 • vinna störf sín með þekkingu á merkingu matvæla samkvæmt gildandi reglugerð.
 • vinna störf sín af ábyrgð og þekkingu á hráefnum og aukefnum sem geta valdið óþoli og ofnæmi.
 • vinna störf sín með þekkingu á matseld, eldun og samsetningu hráefnis.
 • vinna störf sín af ábyrgð og skilning og vera virkur við miðlun upplýsinga og ráðgjöf til viðskiptavina.
 • vinna störf sín með þekkingu í iðnreikningi t. d. rýrnun, uppreiknuðum uppskriftum, innkaupum og innkaupaáætlunum.
 • vinna störf sín með áherslu á faglega framkomu, klæðnað og ríka þjónustulund mót viðskiptavini.
 • vinna störf sín með áherslu á og sýna frumkvæði til að draga úr hættu á matarsýkingum.
 • vinna störf sín með þekkingu á vélum og tækjum sem fylgja framleiðslu og eða sölu á matvælum í verslunum.
 • vinna störf sín af metnaði og fagþekkingu.
Getum við bætt efni síðunnar?