Fara í efni

STÆF1BP05 - Stærðfræðigrunnur 1

ÁFANGALÝSING

Í áfanganum er fengist við stærðfræðileg hugtök og útreikninga sem notuð eru í daglegu lífi. Nemendur tileinka sér vönduð vinnubrögð og aðferðir við lausn verkefna svo þeir geti unnið að lausnum einir og með öðrum. Mikilvægt markmið er að vekja jákvæðan áhuga á stærðfræði og hagnýtingu hennar, að auka sjálfstraust nemenda og vilja þeirra til að ná markmiðum sínum. Nemendur vinna með röð aðgerða og bókstafareikning, liðun og þáttun, veldi og rætur, hlutföll og prósentur, jöfnur og almenn brot.

Markmið:

Nemandinn skal hafa öðast þekkingu og skilning á grunnatriðum í eftirfarandi þáttum:

  • mikilvægi stærðfræði í daglegu lífi,
  • forgangsröð reikniaðgerða og bókstafareikningi,
  • liðun og þáttun,
  • velda- og rótarreikningi,
  • hlutföllum og prósentureikningi,
  • jöfnum,
  • almenn brot

Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita undirstöðu reikniaðgerðum við lausn verkefna
  • beita forgangsröðun aðgerða og reikna bókstafareikning
  • nota þáttun og liðun
  • nota velda- og rótareglur við úrlausn dæma,
  • leysa hlutafalla- og prósentuverkefni,
  • leysa einfaldar jöfnur með einni óþekktri stærð,
  • reikna almenn brot,
  • beita sjálfstæðum vinnubrögðum og vinna með öðrum

Nemandinn skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna skipulega að lausn dæma með vönduðum aðferðum,
  • vinna sjálfstætt með aðferðir í stærðfræði, skiptast á skoðunum og miðla lausnum sínum,
  • leysa forgangsröð aðgerða, bókstafareikning, liðun og þáttun, veldi og rætur, hlutföll og prósentur, jöfnur og almenn brot,
  • skilja áreiðanleika svara.
Getum við bætt efni síðunnar?