Fara í efni

Úrvinnsla umsókna um skólavist haustönn 2019

Umsóknarfrestur eldri nemenda rann út á miðnætti 31. maí en nemendur 10. bekkjar geta sótt um til og með 7. júní. Almennt er mikil aðsókn í skólann og á sumar brautir þarf að setja fjöldatakmarkanir. Í ljósi þess verður ekki hægt að svara öllum umsóknum um skólavist fyrr en að búið er að innrita nýnema úr grunnskóla sem hafa forgang.

Þegar til fjöldatakmarkana kemur við innritun á brautir eða í áfanga, mun Verkmenntaskólinn á Akureyri fyrst og fremst hafa til hliðsjónar árangur í kjarnagreinum, skyldum greinum, umsagnir úr grunnskóla og ástundun auk forgangsraðar Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um laus pláss í framhaldsskólum. Forgangsröðin byggir á reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla 1150/2008 með síðari tíma breytingum, þar á meðal breytingu 204/2012:

  1. nemendur sem flytjast milli anna eða skólaára í núverandi skóla, að meðtöldum nemendum yngri en 18 ára með ófullnægjandi námsárangur sem hafa haldið skólareglur að öðru leyti,

  2. nemendur á starfsbrautum fatlaðra,

  3. nýnemar sem útskrifast úr grunnskóla á næstliðnu vori fyrir upphaf skólaárs,

  4. umsækjendur yngri en 18 ára sem eru að sækja um í fyrsta sinn,

  5. umsækjendur yngri en 18 ára sem eru að sækja um eftir hlé á námi,

  6. umsækjendur yngri en 18 ára sem flytjast milli framhaldsskóla,

  7. aðrir umsækjendur yngri en 25 ára sem uppfylla skilyrði,

  8. aðrir umsækjendur um dagskóla og

  9. umsækjendur um fjarnám eða kvöldskóla.