Fara í efni

Umsóknarfrestur um fjarnám til 9. janúar

Sem endranær er ýmislegt í boði í fjarnáminu.
Sem endranær er ýmislegt í boði í fjarnáminu.

Þeir sem hyggjast stunda fjarnám við VMA núna á vorönn ættu ekki að geyma það öllu lengur að sækja um. Frestur til þess að sækja um rennur út á miðnætti nk. mánudag, 9. janúar. Miðað er við að kennsla hefjist í fjarnáminu 16. janúar nk.

Fullt er orðið í meistaraskólann í fjarnámi en tekið er við umsóknum í annað nám. Hér má sjá þá áfanga sem eru í boði á vorönn 2023.

Hér á heimasíðunni, efst til hægri, er flipinn Fjarnám og þar er að finna ítarlegar upplýsingar um fjarnámið. Hér er síðan hlekkur á umsóknir um fjarnám á vorönn 2023.

Þess má loks geta að þrátt fyrir að kennsla í dagskóla sé þegar hafin er enn hægt að sækja um nám í dagskóla fyrir vorönn 2023 - þar með talið á lokaönn í stálsmíði. Hér er hlekkur á umsóknir.