Fara í efni

Tekur snjónum fagnandi

Sherihan hæstánægð í snjónum.
Sherihan hæstánægð í snjónum.
Eftir óvenju hlýtt og notalegt haust lét vetur konungur til sín taka í vikunni, sumum til ómældrar gleði, öðrum til ama. Einn af aðdáendum hvíta gullsins, eins og sumar skíðahugamenn kalla snjóinn, er egypski skiptineminn Sherihan Essam Farouk Azmy Sade, sem ekki er beint vön að sjá snjó. Raunar er þetta í fyrsta skipti á ævinni sem hún baðar sig í snjó. í hennar heimalandi - Egyptalandi - fer eðlilega lítið fyrir snjó. Um þessar mundir er hitinn þar sem hún býr - í næststærstu borg landsins, Alexandríu, yfir tuttugu stig. Yfir vetrarmánuðina fer næturhitinn lægst í um tíu stig. Sherihan tók snjónum sannarlega fagnandi og fannst mikið til koma, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Svo er bara spurningin hvort hún tekur næsta skref og drífur sig á skíði eða bretti í Hlíðarfjall þegar það verður opnað, trúlega í næsta mánuði. 
Fyrir nokkrum vikum átti heimasíðan viðtal við Sherihan og vinkonu hennar frá Sýrlandi, Reem Khattab Almahammad. Hér er sú umfjöllun.