Fara í efni

Sturtuhausinn í Hofi fimmtudagskvöldið 9. nóvember

Sturtuhausinn verður í Hofi fimmtudagskvöldið 9. nóvember.
Sturtuhausinn verður í Hofi fimmtudagskvöldið 9. nóvember.

Sturtuhausinn - söngkeppni VMA 2023 - verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi fimmtudagskvöldið 9. nóvember nk. og hefst kl. 20:00.

Kynnar verða félagarnir Villi Jr. og Keli pelikani. Hinn eini og sanni Friðrik Dór verður með skemmtiatriði.

Dómarar í Sturtuhausnum í ár verða Bryndís Ásmundsdóttir, Ívar Helgason og Jónína Björt Gunnarsdóttir.

Lokað hefur verið fyrir skráningar í keppnina en tólf atriði hafa þegar verið bókuð. Undirleikur verður af bandi og einnig verður lifandi flutningur á sviðinu í nokkrum atriðum.

Undanfarin ár hefur keppnin farið fram í Gryfjunni í VMA en var áður í Hamraborg í Hofi. Hún er því komin aftur á fornar slóðir. Keppnin í fyrra var mikil og góð skemmtun og þess er að vænta að hún verði ekki síðri í ár. Hér má sjá umfjöllun um Sturtuhausinn 2022.