Fara í efni

Tóku sveinspróf í húsasmíði

Stund milli stríða í sveinsprófi. Mynd: HTT
Stund milli stríða í sveinsprófi. Mynd: HTT

Vorin eru tími sveinsprófa. Um helgina gengust níu verðandi húsasmiðir undir sveinspróf í VMA. Í dag hefst sveinspróf málara og dagana 29. maí til 1. júní verður sveinspróf í húsgagnasmíði.

Allir hinir níu verðandi húsasmiðir sem gengust undir sveinspróf um helgina í húsakynnum VMA tóku nám sitt í VMA.

Sveinsprófið fólst annars vegar í því að smíða þak (90%) samkvæmt teikningu og gilti hver verkþáttur 30% - málsetningar, samsetningar og áferð. Hins vegar fólst prófið í að leggja hefiltönn og sporjárn – lágmark 25 mm og brýna hvort tveggja (10%).