Fara í efni

Þrettán þreyttu sveinspróf í húsasmíði

Próftakar í sveinsprófinu í húsasmíði önnur kafnir í verklega prófinu. Mynd: Helgi Valur Harðarson.
Próftakar í sveinsprófinu í húsasmíði önnur kafnir í verklega prófinu. Mynd: Helgi Valur Harðarson.

Um liðna helgi fór fram sveinspróf í húsamíði í húsakynnum VMA og þreyttu þrettán prófið. Allir hafa þeir farið í gegnum nám í húsasmíði í byggingadeild VMA

Sveinsprófið er fjölþætt og samanstendur af bæði skriflegum hluta og verklegum. Verklega prófið skiptist í málsetningar, samsetningar, áferð og brýnslu. Próftakar höfðu samanlagt 22 klukkustundir til þess að ljúka öllum prófþáttum í bæði verklega og skriflega prófinu.

Uppsetning sveinsprófsins var með þeim hætti að sl. föstudag var verklegt próf frá 09:00 til 18:00, sl. laugardag var fyrst skriflegt próf frá 08:00 til 10:00 og síðan verklegt próf til klukkan 18:00 og á þriðja og síðasta prófdegi sl. sunnudag var verklegt próf frá 08:00 til 13:00.

Aðalmenn í sveinsprófsnefnd í húsasmíði eru Finnur Jón Nikulásson, Kristmundur Eggertsson og Svanur Karl Grjetarsson, varamenn eru Ágúst Þór Pétursson, Kristján Örn Helgason og Sóley Rut Jóhannsdóttir.