Fara í efni

Lífshlaupið 2024 hefst í dag

Lífshlaupið 2024 hefst í dag, 7. febrúar, og stendur í þrjár vikur.
Lífshlaupið 2024 hefst í dag, 7. febrúar, og stendur í þrjár vikur.

Í dag, miðvikudaginn 7. febrúar, hefst Lífshlaupið 2024 - hið árlega átak í hreyfingu landsmanna. Sem heilsueflandi framhaldsskóli hvetur VMA bæði starfsfólk og nemendur skólans til þess að taka þátt í átakinu og stuðla þannig að betri líkamlegri og andlegri líðan.

Forsaga Lífshlaupsins er að árið 2005 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, starfshóp til þess að fara yfir íþróttamál á Íslandi með það að markmiði að móta íþróttastefnu. Starfshópurinn setti fram hugmyndir um mótun íþróttastefnu Íslands í skýrslunni, Íþróttavæðum Ísland, aukin þátttaka, breyttur lífsstíl. Frá árinu 2006 hefur Lífshlaupið verið árlegt heilsueflingarverkefni.

Hægt er að skrá alla hreyfingu hvers og eins hér inn á vefsíðu átaksins. Skrá má alla hreyfingu sem nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10-15 mín í senn.

Vinnustaðakeppnin stendur yfir í þrjár vikur í febrúar.

Grunnskólakeppin fyrir 15 ára og yngri stendur yfir í tvær vikur í febrúar.

Framhaldsskólakeppnin fyrir 16 ára og eldri stendur yfir í tvær vikur í febrúar.

Hreystihópar 67+, þrjár vikur í febrúar.