Fara í efni

Kennsla á vorönn hefst

Í dag, fimmtudaginn 4. janúar 2024, hefst kennsla á vorönn. Ath. að kennsla hefst kl. 10:00 - í öðru tímapari - og er kennt samkvæmt stundaskrá en nemendur hafa nú þegar fengið aðgang að stundaskrám sínum á Innu.

Á vorönn eru tæplega níu hundruð nemendur í dagskóla og við bætast nemendur í fjarnámi. Námsframboð verður með líku sniði og á haustönn en þó skal nefnt að nú á vorönn verður boðið upp á tvo nýja námshópa á matvælabraut - annars vegar í matartækni og hins vegar  2. bekk í matreiðslu. 

Annar bekkur í matreiðslu er fyrri áfanginn af tveimur sem nemendur þurfa að taka ef þeir hyggjast þreyta sveinspróf í matreiðslu og fá þannig full starfsréttindi sem matreiðslumenn. Öðrum bekknum þurfa nemendur að hafa lokið áður en þeir innritast í þriðja bekkinn og að honum loknum geta nemendur þreytt sveinspróf.