Fara í efni

Kærleikskeðja í dag - bingó í kvöld

Kærleikskeðjan var mynduð í hádeginu í dag.
Kærleikskeðjan var mynduð í hádeginu í dag.
Í tilefni af forvarnavikunni í VMA var í dag mynduð kærleikskeðja í kringum skólahús VMA á Eyrarlandsholti. Þetta var táknræn aðgerð til minningar um það unga fólk sem hefur látist af völdum fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Hér má sjá myndir sem voru teknar í dag og hér er myndband sem var tekið af viðburðinum.
 
Í kvöld kl. 19:00 verður bingó í Gryfjunni. Ágóðanum verður varið til þess að greiða útlagðan kostnað vegna forvarnavikunnar og styrkja Minningarsjóð Einars Darra. Bingóið verður öllum opið, jafnt nemendum og starfsmönnum VMA sem öðrum, og eru allir hvattir til að mæta og eiga saman góða stund og styrkja um leið gott málefni. Spjaldið kostar 500 kr. en 300 kr. í hléi.