Fara í efni

Íþróttamót nýnema í Íþróttahöllinni nk. þriðjudag

Keppt verður í fótbolta og skotbolta.
Keppt verður í fótbolta og skotbolta.

Nemendur í áfanga í viðburðastjórnun í VMA hafa skipulagt og annast framkvæmd íþróttamóts nýnema sem verður haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri nk. þriðjudag, 21. nóvember, kl. 14-16. Kennari áfangans er Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir.

Það er ekki á hverjum degi sem efnt er til VMA-íþróttamóts og því er sérlega ánægjulegt að nemendur í viðburðastjórnun hafi ákveðið að efna til þessa móts. Síðast var íþróttamót þar sem VMA kom við sögu, í Íþróttahöllinni 7. nóvember 2019, nokkrum mánuðum áður en Covid faraldurinn hófst, og þá kepptu nemendur VMA og Framhaldsskólans á Laugum í ýmsum íþróttagreinum. Sá dagur var mjög skemmtilegur og tókst vel.

Að þessu sinni taka einungis þátt nýnemar í VMA og verður keppt í annars vegar fótbolta og hins vegar skotbolta. Þó svo að aðeins nýnemar keppi eru áhorfendum og hvatningarhrópum að sjálfsögðu tekið fagnandi. Gert er ráð fyrir að klæðnaður liða og áhangenda þeirra verði í mismunandi litum.

Vert er að taka fram að Þórduna verður með sjoppu í Höllinni og verður posi á staðnum.

Verðlaun verða veitt sigurliðunum í báðum greinum og verða þau afhent síðar í Gryfjunni.