Fara í efni

Hvenær útskrifaðist þú úr VMA?

Árið 2024 er afmælisár VMA, á þessu ári eru liðin 40 ár frá stofnun skólans. Afmælisins er minnst á ýmsan hátt, m.a. er stefnt að afmælishátíð þar sem útskrifaðir nemendur skólans komi saman til gera sér glaðan dag, rifja upp gamla tíma og hylla skólann sinn. Það er löngu tímabært að kalla til útskrifaða nemendur skólans, sem nú skipta þúsundum, og halda veglegt hóf.

Nú er leitað eftir fulltrúum úr stórum hópi útskrifaðra nemenda í VMA til að funda um 40 ára VMA-afmælishátíð sem til stefnt er að því að halda um mánaðamótin ágúst-september. Skólinn var formlega settur á stofn 1. júní 1984 en þann 29. ágúst 1984 hófst skólastarfið í VMA með formlegum hætti, réttum þremur árum eftir að þáverandi menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að byggingu fyrstu álmu skólans.

Þeir fyrrum nemendur skólans sem hafa áhuga á að koma að hugmyndavinnu og skipulagi þessa viðburðar, vinsamlegast hafið samband með því að senda tölvupóst á vmahatid@vma.is

40 ára afmælisnefnd VMA stefnir að því að boða til fjarfundar í lok þessa mánaðar til að ræða hugmyndir um VMA-hátíð í ár og til framtíðar. Hlökkum til að heyra frá ykkur!

Í afmælisnefndinni eru:

  • Sigríður Huld, skólameistari
  • Óskar Þór, fréttamaður heimasíðu VMA og stuðningsfulltrúi
  • Valgerður Dögg, kennari í VMA
  • Steinar Bragi, formaður nemendafélagsins Þórdunu