Fara í efni

Flottur árangur í úrslitum stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Um liðna helgi kepptu tveir nemendur úr VMA í úrslitakeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík og stóðu sig vel. Báðir höfðu þeir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með góðum árangri í forkeppni stærðfræðikeppninnar í október á síðasta ári.

Víkingur Þorri Sigurðsson keppir á efra stigi og varð þar í fimmta sæti í úrslitakeppninni en Orri Sigurbjörn Þorkelsson keppir á neðra stigi og varð í þrettánda sæti.

Víkingi Þorra býðst þátttaka í Norrænu stærðfræðikeppninni sem fer fram 9. apríl nk. Sjá nánar hér.