Fara í efni

FabLab-áfangi á vorönn 2024

Áfangi kenndur í blönduðu námi, fjarkennslu og staðnámi í Fablab smiðju, að hluta utan stundatöflu. Nemendur læra að nota laserskera og vinylskera í Fablab og á forrit sem virka með þeim tækjum.
Kennd verða grunnatriði í notkun Inkscape vectorateikniforriti en valkvætt að nota önnur teikniforrit sem byggja á vectorum.
Námskeiðið tekur um 4-6 vikur. Nemendur fá kennslumyndbönd og æfingar til að leysa heima og skila inn. Síðan eru lögð fyrir verkefni sem nemendur leysa og útfæra í tækjum í fablab-smiðjunni. Kennsla hefst í vikunni eftir vetrarfrí. 

Nemendur geta skráð sig með því að senda tölvupóst á vma@vma.is