Fara í efni

Brautskráning í Hofi 21. desember

Brautskráningin verður í Hofi fimmtudaginn 21. desember og hefst kl. 13:00.
Brautskráningin verður í Hofi fimmtudaginn 21. desember og hefst kl. 13:00.

Brautskráning verður frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. desember kl. 13:00. Að þessu sinni eru 88 brautskráningarnemar og fá sjö þeirra afhent tvö skírteini, annars vegar til staðfestingar á því að hafa lokið námi úr sinni faggrein og hins vegar stúdntsprófsskírteini. Heildarfjöldi skírteina er því 95.

Brautskráningarnemendur mæta í Hof (Hamra) ekki seinna en kl. 12.30 þar sem Ómar Kristinsson sviðsstjóri stúdentsprófsbrauta og fjarnáms (þar með talið iðnmeistaranáms) tekur á móti nemendum á sínu sviði. Benedikt Barðason aðstoðarskólameistari tekur á móti nemendum sem eru að útskrifast úr iðn- og strarfsnámi. Athöfnin sem fer fram í Hamraborg hefst kl. 13. Opnað verður fyrir gesti inn í Hamraborg kl. 12.30. 

Skipting brautskráningarnema á brautir er sem hér segir:

Félags- og hugvísindabraut 2
Fjölgreinabraut 6
Íþrótta- og lýðheilsubraut 3
Listnáms- og hönnunarbraut 3
Náttúruvísindabraut 1
Viðskipta- og hagfræðibraut 3
Sjúkraliðabraut 6 (þar af 4 með viðbótarnám til stúdentsprófs)
Meistaranám 24
Húsasmíði 9
Rafeindavirkjun 16 (þar af 2 með viðbótarnám til stúdentsprófs)
Rafvirkjun fyrir vélfræðinga 8
Rafvirkjun 1 (einnig með viðbótarnám til stúdentsprófs)
Málmsuða 1
Stálsmíði 2
Viðbótarnám til stúdentsprófs 3