Fara í efni

Aron Freyr Ívarsson sigraði Sturtuhausinn

Aron Freyr Ívarsson syngur sigurlagið sitt í Sturtuhausnum. Mynd: Árni Árnason.
Aron Freyr Ívarsson syngur sigurlagið sitt í Sturtuhausnum. Mynd: Árni Árnason.

Aron Freyr Ívarsson kom, sá og sigraði Sturtuhausinn – söngkeppni VMA í gærkvöld í Hamraborg í Hofi þegar hann flutti með glæsibrag George Michael lagið Brother can you spare a dime. Í öðru sæti var Birna Karen Sveinsdóttir með Júróvisjónlagið Rise like a Phoenix sem Conchita Wurst flutti svo eftirminnilega um árið og í þriðja sæti var Þórir Nikulás Pálsson með lag Bríetar In Too Deep. Þess má geta að Aron Freyr varð í öðru sæti í Sturtuhausnum í fyrra en gerði sem sagt enn betur í ár.

Keppendur stóðu sig allir með miklum glæsibrag í Sturtuhausnum og var það ekki öfundsvert hlutskipti fyrir dómnefndina að komast að niðurstöðu. Í henni voru Bryndís Ásmunds, Jónína Björt og Anna Skagfjörð.

Aðrir keppendur voru:

Mahaut og PBS – Wet Dream – Wet Leg
Óríon Muninn
– Eeat Your Young – Hozier
Ziemowit Aleksander Gaworski
– Lion from the North – Sabaton
Harpa Benediktsdóttir
– Figures – Jessie Reyez
Ólöf Alda
– Feeling Good – Michael Bublé
Brynja Rán
– Hugarheimur – Brynja Rán – frumsamið lag
Sigurður Einar
– Sem aldrei fyrr – Bubbi Morthens
Sigrún Dalrós Eiriksdóttir
- Rise like a Phoenix – Conchita Wurst

Í hljómsveitinni voru Borgar Þórarinsson, Eyþór Alexnder, Friðþjófur Sigurðsson og Halldór G. Hauksson. Kynnar voru Villi Jr. og Keli Pelikani. Skemmtiatriði í hléi sá hinn eini og sanni Friðrik Dór um og fór að venju á kostum. Síðan tóku Friðrik Dór og kynnarnir saman eitt lag í lokið.

Frábært kvöld í Hofi og öllum sem að stóðu til mikils sóma. Við eigum eftir að heyra frá þessum krökkum í framtíðinni í íslensku tónlistarlífi, svo mikið er víst!

Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.

Hilmar Friðjónsson og Árni Árnason voru einnig með myndavélar sínar á lofti á Sturtuhausnum og tóku fullt af myndum:

Hilmar - myndaalbúm 1
Hilmar - myndaalbúm 2
Hilmar - myndaalbúm 3
Árni - myndaalbúm 1
Árni - myndaalbúm 2