Stuđningur viđ nýnema af erlendum uppruna

Eftirfarandi er haft í huga ţegar nýnemar af erlendum uppruna eru teknir inn í skólann. Séu nemendur á almennri braut er bođađ til fundar međ túlki,

Stuđningur viđ nýnema af erlendum uppruna

Eftirfarandi er haft í huga þegar nýnemar af erlendum uppruna eru teknir inn í skólann.

  • Séu nemendur á almennri braut er boðað til fundar með túlki, forráðamönnum, nemanda ásamt kennslustjóra og námsráðgjafa.  Þar er farið yfir hagnýt atriði varðandi skólann s.s. skráningarkerfið INNU, heimasíðu VMA, mætingar og veikindatilkynningar  og forráðamönnum gefinn kostur á að spyrja spurninga um skólann.

  • Nemendur eru í sérstakri lífsleikniumsjón, eins og aðrir nýnemar, en auk þess eru þeir undir sérstakri handleiðslu námsráðgjafa

  • Nemendur eru skráðir í ÍSA-áfanga þar sem farið er í gegnum þætti er varða tök á íslenskri tungu og það samfélag sem þeir búa í (nokkurs konar lífsleikni fyrir nemendur af erlendum uppruna).  Skoðuð er staða hvers og eins og metið hvert framhaldið verður með hliðsjón af því .

  • Nemendur fá leiðsögn um skólann hjá umsjónarkennurum sínum (í LKN tímum).

  • Hafa ber í huga að nemendur eru misgóðir í íslensku og því þarf að miða kennslu og mat við það (í þeim greinum sem því verður við komið).

Annars styðjumst við við bæklinginn Móttaka innflytjenda í skóla sem Eyþing og Menntasvið Reykjavíkurborgar gáfu út og er á heimasíðu Eyþings:
http://www.eything.is/ktml2/files/uploads/pdf/innflhandbok.pdf

Svo eru ýmsar upplýsingar hjá Skóla- og Frístundasviði Reykjavíkurborgar:
http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3806/6354_view-2631/

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00